Viðskipti innlent

Afkoma ríkissjóðs versnar vegna Leiðréttingarinnar

ingvar haraldsson skrifar
Afkoma ríkissjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins versnaði vegna Leiðréttingarinnar.
Afkoma ríkissjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins versnaði vegna Leiðréttingarinnar. vísir/anton brink
Afkoma ríkissjóðs á fyrstu þremur mánuðum þessa árs versnaði vegna Leiðréttingar ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum samkvæmt gögnum frá Fjármálaráðuneytinu. Handbært fé versnaði verulega og var neikvætt um 43 milljarða króna samanborið við 3,7 milljarða hækkun á handbæru fé árið 2014.

Útgjöld ríkissjóðs jukust um 14,8 milljarða milli ára eða um 15 prósent og námu alls 113,8 milljörðum.

Þá jukust tekjur ríkissjóðs um 28,4 milljarða og námu alls 165,2 milljörðum og voru 20,7 prósent yfir áætlun. Tekjuaukningin skýrist að stærstum hluta af 24 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum til ríkissjóðs.

Skatttekjur og tryggingagjöld eftir að búið er að leiðrétta fyrir fjármagnstekjuskatt ríkissjóðs jukust um 1,6 milljarða og voru 1,3 prósent yfir áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×