Viðskipti innlent

Arion banki selur skuldabréf fyrir 3,7 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. vísir/pjetur
Arion banki lauk á föstudag útboði á tveim sértryggðum skuldabréfaflokkum sem eru með eign er til tryggingar skuldabréfinu.

Arion banki nýtir sértryggð skuldabréf til fjármögnunar á íbúðalánum til einstaklinga. Arion banki veitir nú verðtryggð íbúðalán á 3,90% föstum vöxtum til fimm ára og 3,85% breytilegum vöxtum.

Verðtryggði flokkurinn ARION CBI 21 var stækkaður um 600.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 3,31% og verðtryggði flokkurinn ARION CBI 29 var stækkaður um 3.120.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 3,45%.

Skuldabréfaflokkarnir eru verðtryggðir með vísitölu neysluverðs og hafa verið teknir til viðskipta á Nasdaq Íslandi. Samkvæmt útgáfuáætlun Arion banka er stefnt á næsta útboði verðtryggðra skuldabréfa í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×