Viðskipti innlent

HSBC segir upp 25 þúsund manns

ingvar haraldsson skrifar
HSBC er með starfsemi um allan heim.
HSBC er með starfsemi um allan heim. vísir/ap
HSBC, stærsti banki Evrópu, hyggst segja upp 25 þúsund manns um heim allan en 266 þúsund manns starfa hjá bankanum. Þar af á að segja upp 8 þúsund af 48 þúsund starfsmönnum bankans í Bretlandi samkvæmt frétt BBC.

Þá er einnig stefnt að því að útibú bankans í Bretlandi sem helst einbeita sér að viðskiptum við einstaklinga skipti um nafn. StuartGulliver, forstjóri bankans, segir að breytingin sé gerð til að skilja að fjárfestingabanka- og viðskiptabankahluta HSBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×