Segir tilboð Bauhaus á grillum hlægileg Ingvar Haraldsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. júní 2015 15:05 Auglýsing Bauhaus á grillum hefur vakið athygli. vísir/pjetur „Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“ Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira