Hver ferðamaður eyðir 15% meira en í fyrra ingvar haraldsson skrifar 21. maí 2015 10:26 Ferðamenn eyða sífellt hærri upphæðum með greiðslukortum hér á landi. vísir/gva Ferðamenn sem komu til landsins í maí eyddu að meðaltali 15,3% hærri upphæð með greiðslukortum í apríl síðastliðnum miðað við fyrir ári síðan. Svisslendingar og Rússar eru þeir sem eyða mestu á hvern einstakling þegar borin eru saman þjóðerni ferðamanna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Alls greiddu erlendir ferðamenn 9,3 milljarða hér á landi með greiðslukortum í apríl sem er 39,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Hæsti útgjaldaliðurinn, líkt og undanfarna mánuði, voru greiðslur til innlendra ferðaskipuleggjenda vegna ferða um landið. Fyrir slíkar ferðir greiddu ferðamenn 2,5 milljarða króna í mánuðinum sem er 113% hærri upphæð en í apríl í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna gistingar um 37% á milli ára. Erlend kortavelta í íslenskum verslunum nam 1,2 milljarði króna í apríl sem er 14% vöxtur frá sama mánuði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar kortaveltu í verslunum var í gjafa- og minjagripaverslunum, eða sem nam 43%.Ferðamenn ferðast helst á bílaleigubílum innanlandsFerðamenn sem ferðast á eigin vegum virðast helst kjósa að ferðast í bílaleigubílum samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Hæsta upphæðin vegna ferðalaga innanlands í apríl var vegna leigu á bílaleigubílum eða 863 milljónir króna. Erlend kortavelta vegna eldsneytiskaupa, sem ætla má að sé aðallega vegna akstur bílaleigubíla, var 281 milljónir króna. Samtals nam þessi upphæð því liðlega 1,1 milljarði króna í mánuðinum. Næst hæstum upphæðum er varið í flug, í þriðja sæti eru rútuferðir og að lokum ferjusiglingar. Útlendingar greiddu með kortum sínum vegna flugferða hér á landi í apríl 272 milljónir króna. Þá greiddu þeir 75 milljónir króna. fyrir ferðir með hópferðabílum og 9 milljónir króna. vegna ferjusiglinga. Hér eru almennt ekki meðtaldar greiðslur vegna skipulegra skoðunarferða sem farnar eru með fararstjórum eða svokallaðar pakkaferðir.Svisslendingar og Rússar eyða mestuEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þúsund krónur. í apríl. Það er 15,3% hærri upphæð en í apríl í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin 13,7% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 250 þúsund krónur. á hvern ferðamann. Rússar eru í öðru sæti með 201 þúsund krónur. á hvern ferðamann. Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ferðamenn sem komu til landsins í maí eyddu að meðaltali 15,3% hærri upphæð með greiðslukortum í apríl síðastliðnum miðað við fyrir ári síðan. Svisslendingar og Rússar eru þeir sem eyða mestu á hvern einstakling þegar borin eru saman þjóðerni ferðamanna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Alls greiddu erlendir ferðamenn 9,3 milljarða hér á landi með greiðslukortum í apríl sem er 39,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Hæsti útgjaldaliðurinn, líkt og undanfarna mánuði, voru greiðslur til innlendra ferðaskipuleggjenda vegna ferða um landið. Fyrir slíkar ferðir greiddu ferðamenn 2,5 milljarða króna í mánuðinum sem er 113% hærri upphæð en í apríl í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna gistingar um 37% á milli ára. Erlend kortavelta í íslenskum verslunum nam 1,2 milljarði króna í apríl sem er 14% vöxtur frá sama mánuði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar kortaveltu í verslunum var í gjafa- og minjagripaverslunum, eða sem nam 43%.Ferðamenn ferðast helst á bílaleigubílum innanlandsFerðamenn sem ferðast á eigin vegum virðast helst kjósa að ferðast í bílaleigubílum samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Hæsta upphæðin vegna ferðalaga innanlands í apríl var vegna leigu á bílaleigubílum eða 863 milljónir króna. Erlend kortavelta vegna eldsneytiskaupa, sem ætla má að sé aðallega vegna akstur bílaleigubíla, var 281 milljónir króna. Samtals nam þessi upphæð því liðlega 1,1 milljarði króna í mánuðinum. Næst hæstum upphæðum er varið í flug, í þriðja sæti eru rútuferðir og að lokum ferjusiglingar. Útlendingar greiddu með kortum sínum vegna flugferða hér á landi í apríl 272 milljónir króna. Þá greiddu þeir 75 milljónir króna. fyrir ferðir með hópferðabílum og 9 milljónir króna. vegna ferjusiglinga. Hér eru almennt ekki meðtaldar greiðslur vegna skipulegra skoðunarferða sem farnar eru með fararstjórum eða svokallaðar pakkaferðir.Svisslendingar og Rússar eyða mestuEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þúsund krónur. í apríl. Það er 15,3% hærri upphæð en í apríl í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin 13,7% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 250 þúsund krónur. á hvern ferðamann. Rússar eru í öðru sæti með 201 þúsund krónur. á hvern ferðamann. Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira