Axel Hall ver doktorsritgerð Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2015 12:41 Axel Hall er lektor við Háskólann í Reykjavík. Skattar og atvinna á Norðurlöndunum er yfirskrift doktorsritgerðar Axels Hall. Hann ver ritgerðina í Hátíðarsal Háskóla Íslands á þriðjudag í næstu viku. Í tilkynningu um doktorsvörnina segir að skattar séu á hverjum tíma eitt af umdeildustu og viðkvæmustu viðfangsefnum á vettvangi stjórnmála. Fjármögnun hins opinbera og endurdreifing tekna sé stjórnmálalegt viðfangsefni sem byggi á gildismati og skoðunum sem skorið er úr um í kosningum í lýðræðisríkjum. Norðurlöndin skipa sér í hóp þjóða sem er ólíkur flestum öðrum þegar litið er til umfangs endurdreifingar tekna og skattlagningu. Í rannsókn Axels er því haldið fram að á Norðurlöndum hafi tekist betur að feta einstigið á milli skilvirkni og jafnaðar með gildismati, sköttum og útgjöldum hins opinbera sem stuðlar að meiri vinnuaflsþátttöku en ella. Markmið ritgerðarinnar er að bera saman skattkerfi á Norðurlöndum á vinnumarkaði og í kjölfarið að rannsaka áhrif ólíkra skattkerfa á atvinnu og vinnuframboð. Það hvernig aðferðir við skattlagningu vinnuafls hafi áhrif á vinnumarkað sé eitt af því sem hafi reynst hvati þessarar rannsóknar. Axel Hall er lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann lauk B.Sc.-gráðu í hagfræði við Háskóla Íslands árið 1994. Hann lauk svo meistaragráðu í stærðfræðilegri hagfræði og hagrannsóknum við London School of Economics árið 1995. Hann var sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á árunum 1996-2006 og var stundakennari við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á sama tíma. Árið 2006 hóf Axel störf við Háskólann í Reykjavík. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Skattar og atvinna á Norðurlöndunum er yfirskrift doktorsritgerðar Axels Hall. Hann ver ritgerðina í Hátíðarsal Háskóla Íslands á þriðjudag í næstu viku. Í tilkynningu um doktorsvörnina segir að skattar séu á hverjum tíma eitt af umdeildustu og viðkvæmustu viðfangsefnum á vettvangi stjórnmála. Fjármögnun hins opinbera og endurdreifing tekna sé stjórnmálalegt viðfangsefni sem byggi á gildismati og skoðunum sem skorið er úr um í kosningum í lýðræðisríkjum. Norðurlöndin skipa sér í hóp þjóða sem er ólíkur flestum öðrum þegar litið er til umfangs endurdreifingar tekna og skattlagningu. Í rannsókn Axels er því haldið fram að á Norðurlöndum hafi tekist betur að feta einstigið á milli skilvirkni og jafnaðar með gildismati, sköttum og útgjöldum hins opinbera sem stuðlar að meiri vinnuaflsþátttöku en ella. Markmið ritgerðarinnar er að bera saman skattkerfi á Norðurlöndum á vinnumarkaði og í kjölfarið að rannsaka áhrif ólíkra skattkerfa á atvinnu og vinnuframboð. Það hvernig aðferðir við skattlagningu vinnuafls hafi áhrif á vinnumarkað sé eitt af því sem hafi reynst hvati þessarar rannsóknar. Axel Hall er lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann lauk B.Sc.-gráðu í hagfræði við Háskóla Íslands árið 1994. Hann lauk svo meistaragráðu í stærðfræðilegri hagfræði og hagrannsóknum við London School of Economics árið 1995. Hann var sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á árunum 1996-2006 og var stundakennari við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á sama tíma. Árið 2006 hóf Axel störf við Háskólann í Reykjavík.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira