Ríkissjóður greiðir upp lán frá Póllandi Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2015 13:49 Fjármála- og efnahagsráðherra, fjármálaráðherra Póllands og seðlabankastjóri undirrituðu viðauka við lánssamninginn við Pólland, sem gerir ríkissjóði kleift að forgreiða lán Póllands. Mynd/Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið Ríkissjóður Íslands endurgreiðir fyrirfram í vikunni lán frá Póllandi sem tekið var árið 2009 í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda eftir fall fjármálakerfisins, sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Í frétt frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að um sé að ræða endurgreiðslu að fjárhæð 204 milljónir slota, jafnvirði um 7,3 milljarða króna. „Lánsloforð Pólverja var upp á 630 milljónir slota og þar af nýtti Ísland um þriðjung. Lánið var á gjalddaga á árunum 2015-2022.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Mateusz Szczurek fjármálaráðherra Póllands undirrituðu í dag viðauka við lánssamning Póllands við ríkissjóð, sem gerir ríkissjóði kleift að forgreiða lán Póllands. Szczurek er staddur á Íslandi í vináttuheimsókn í boði fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði að með því að bjóða Íslandi lán á erfiðum tímum og leggja þannig þjóðinni lið við endurreisn landsins hafi Pólverjar sýnt Íslendingum mikið vinarbragð. „Slík vinátta er dýrmæt og íslenska þjóðin þakkar fyrir hana.“Endurgreiðsla markar tímamótÍ frétt ráðuneytisins segir að endurgreiðsla á láni Pólverja til Íslands marki tímamót. „Með henni lýkur uppgjöri á þeirri aðstoð sem Ísland fékk frá vinaþjóðum í formi lána í kjölfar hrunsins. Árið 2014 forgreiddu ríkissjóður og Seðlabanki Íslands það sem út af stóð af lánum Norðurlanda. Seðlabanki Íslands hefur þegar forgreitt meirihluta af láni AGS. Eftir standa gjalddagar í lok þessa árs og á fyrrihluta næsta árs. Greiður aðgangur Íslands að erlendum fjármagnsmörkuðum, eins og velheppnuð skuldabréfaútgáfa í evrum í fyrra vitnar um, ásamt þeim árangri sem náðst hefur í efnahags- og ríkisfjármálum á síðustu árum og betri afkomu ríkissjóðs, hefur gert Íslandi kleift að forgreiða þau lán sem tekin vor í kjölfar hruns fjármálakerfisins.“ Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ríkissjóður Íslands endurgreiðir fyrirfram í vikunni lán frá Póllandi sem tekið var árið 2009 í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda eftir fall fjármálakerfisins, sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Í frétt frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að um sé að ræða endurgreiðslu að fjárhæð 204 milljónir slota, jafnvirði um 7,3 milljarða króna. „Lánsloforð Pólverja var upp á 630 milljónir slota og þar af nýtti Ísland um þriðjung. Lánið var á gjalddaga á árunum 2015-2022.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Mateusz Szczurek fjármálaráðherra Póllands undirrituðu í dag viðauka við lánssamning Póllands við ríkissjóð, sem gerir ríkissjóði kleift að forgreiða lán Póllands. Szczurek er staddur á Íslandi í vináttuheimsókn í boði fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði að með því að bjóða Íslandi lán á erfiðum tímum og leggja þannig þjóðinni lið við endurreisn landsins hafi Pólverjar sýnt Íslendingum mikið vinarbragð. „Slík vinátta er dýrmæt og íslenska þjóðin þakkar fyrir hana.“Endurgreiðsla markar tímamótÍ frétt ráðuneytisins segir að endurgreiðsla á láni Pólverja til Íslands marki tímamót. „Með henni lýkur uppgjöri á þeirri aðstoð sem Ísland fékk frá vinaþjóðum í formi lána í kjölfar hrunsins. Árið 2014 forgreiddu ríkissjóður og Seðlabanki Íslands það sem út af stóð af lánum Norðurlanda. Seðlabanki Íslands hefur þegar forgreitt meirihluta af láni AGS. Eftir standa gjalddagar í lok þessa árs og á fyrrihluta næsta árs. Greiður aðgangur Íslands að erlendum fjármagnsmörkuðum, eins og velheppnuð skuldabréfaútgáfa í evrum í fyrra vitnar um, ásamt þeim árangri sem náðst hefur í efnahags- og ríkisfjármálum á síðustu árum og betri afkomu ríkissjóðs, hefur gert Íslandi kleift að forgreiða þau lán sem tekin vor í kjölfar hruns fjármálakerfisins.“
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira