Google kynnti nýja útgáfu af Android Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2015 21:30 Sundar Pichai, varaforseti Android, talaði við gesti ráðstefnunnar í San Francisco. Vísir/AP Tæknirisinn Google kynnti nýjustu útgáfu Android stýrikerfisins á ráðstefnu í San Francisco í dag. Android M mun taka við af Android 5.0 Lollipopp seinna á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýju útgáfunni fylgi fjölmargar nýjungar og endurbætur. David Burke, varaforseti verkfræðideildar Google, sagði á ráðstefnunni að fyrirtækið hafi fylgst með hvað símaframleiðendurnir hafi verið að bæta við stýrikerfið. Google hefur fært margar af þeim viðbótum inn í kjarna Android. Samkvæmt The Verge hefur Google gert miklar breytingar á vafra sínum Chrome. Meðal annars verður notendum og forriturum boðið upp á notkunarmöguleikann Chrome Custom Tabs gerir forriturum kleift að setja heimasíður beint inn í smáforrit sín, svo notendur þurfi ekki að flakka á milli forrita til að skoða efnið. Auk þessi er nýja stýrikerfið sagt bæta rafmagnsnýtingu snjalltækja. Nýtt forrit sem heitir Doze, notar hreyfiskynjara til þess að sjá hvort tækið er í notkun og ef ekki, þá slekkur forritið á öðrum forritum sem keyra í bakgrunninum. Burke sagði að Doze hefði tvöfaldað endingu rafhlöðu í Nexus 9 spjaldtölvu.Með fjölda tilkynninga sem komu fram á ráðstefnunni er að Google hefur gert samning við HBO um aðgang að streymiþjónustunni HBO Now. Ekki liggur fyrir hvenær sá notkunarmöguleiki verður í boði fyrir notendur, en hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem hefur aðgang að HBO now. Google kynnti einnig forritið Android@Home, sem er nokkurskonar samskiptamiðstöð allra snjalltækja á heimilum notenda. Þannig væri mögulega hægt að stýra öllum snjalltækjum heimilisins úr símum eða spjaldtölvum. Google Photos er ný þjónusta fyrirtækisins sem ætlað er að halda utan um allar ljósmyndir notenda. Þar verður notendum boðið að hafa óendanlegt pláss til að geyma og skipuleggja myndasöfn sín á netinu. Upprunalega var Photos hluti af Google+ en sá samfélagsmiðill er talinn misheppnaður þar sem mun færri skráðu sig en Google vonaðist til. Tækni Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti nýjustu útgáfu Android stýrikerfisins á ráðstefnu í San Francisco í dag. Android M mun taka við af Android 5.0 Lollipopp seinna á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýju útgáfunni fylgi fjölmargar nýjungar og endurbætur. David Burke, varaforseti verkfræðideildar Google, sagði á ráðstefnunni að fyrirtækið hafi fylgst með hvað símaframleiðendurnir hafi verið að bæta við stýrikerfið. Google hefur fært margar af þeim viðbótum inn í kjarna Android. Samkvæmt The Verge hefur Google gert miklar breytingar á vafra sínum Chrome. Meðal annars verður notendum og forriturum boðið upp á notkunarmöguleikann Chrome Custom Tabs gerir forriturum kleift að setja heimasíður beint inn í smáforrit sín, svo notendur þurfi ekki að flakka á milli forrita til að skoða efnið. Auk þessi er nýja stýrikerfið sagt bæta rafmagnsnýtingu snjalltækja. Nýtt forrit sem heitir Doze, notar hreyfiskynjara til þess að sjá hvort tækið er í notkun og ef ekki, þá slekkur forritið á öðrum forritum sem keyra í bakgrunninum. Burke sagði að Doze hefði tvöfaldað endingu rafhlöðu í Nexus 9 spjaldtölvu.Með fjölda tilkynninga sem komu fram á ráðstefnunni er að Google hefur gert samning við HBO um aðgang að streymiþjónustunni HBO Now. Ekki liggur fyrir hvenær sá notkunarmöguleiki verður í boði fyrir notendur, en hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem hefur aðgang að HBO now. Google kynnti einnig forritið Android@Home, sem er nokkurskonar samskiptamiðstöð allra snjalltækja á heimilum notenda. Þannig væri mögulega hægt að stýra öllum snjalltækjum heimilisins úr símum eða spjaldtölvum. Google Photos er ný þjónusta fyrirtækisins sem ætlað er að halda utan um allar ljósmyndir notenda. Þar verður notendum boðið að hafa óendanlegt pláss til að geyma og skipuleggja myndasöfn sín á netinu. Upprunalega var Photos hluti af Google+ en sá samfélagsmiðill er talinn misheppnaður þar sem mun færri skráðu sig en Google vonaðist til.
Tækni Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira