Ákærðir fyrir fjárdrátt vegna innflutnings á sjö þúsund flöskum af sterku áfengi ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 12:00 Hendrik Björn Hermannsson er sagður hafa selt áfengið án þess að Valís, félagið sem skráð var fyrir innflutningnum, fengi nokkuð upp í skuldir sínar við Tollstjóra. Vísir/rósa/gva Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hendriki Birni Hermannssyni og Halldóri Leví Björnssyni fyrir fjársvik í tengslum við innflutning af 7.224 0,7 lítra flöskum af 37,5% sterku áfengi. Hendrik er, líkt og Stundin greinir frá, annar eigandi Players og var árið 2008 dæmdur til að greiða 77 milljóna króna sekt vegna svika á vörslusköttum. Halldór Leví er fyrrum aðstoðarmaður Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þá var Halldór Leví sakaður um fjárdrátt úr sjóðum Þroskahjálpar á Suðurnesjum árið 2011 en hann hafði verið formaður samtakanna samkvæmt frétt DV. Lögreglurannsókn á ósamræmi í bókhaldi félagsins var hætt eftir að Halldór endurgreiddi Þroskahjálp þá upphæð sem stjórn samtakanna taldi hann hafa dregið að sér.Sagðir hafa komið sér hjá greiðslu aðflutningsgjaldaHalldóri og Hendrik er gefið að sök að hafa með blekkingum fengið greiðslufrest á 26 milljóna króna kröfu embættis Tollstjóra. Þeir hafi nýtt sér heimild félagsins Valís ehf. til að fá frest á greiðslu aðflutningsgjalda þar sem félagið uppfyllti skilyrði laga um slíkt þar sem Valís hafi verið skuldlaus við ríkissjóð og áður flutt áfengi til landsins. Samkvæmt ákærunni pantaði Halldór vínflöskurnar sjö þúsund frá Bretlandi í gegnum félagið Vínheima, sem Halldór á, í mars árið 2012. Fyrir þær hafi verið greitt með fjármunum frá Hendriki. Í ákærunni er Halldór sagður hafa vitað eða hafi hlotið að vita að áfengið yrði ekki nýtt í þágu Vínheima. Þann 12. apríl er Halldór sagður hafa farið fram á að pöntunin yrði færð yfir á félagið Valís, hjá breska vínsalanum. Hann hafi svo sent Eimskipum, sem flutti áfengið til landsins, reikning þann 17. apríl þar sem Valís var skráður kaupandi áfengisins. Fyrr um daginn hafði Halldór keypt allt hlutafé í Valís á 360 þúsund krónur. Eftir að áfengið var komi til landsins er Hendrik sagður hafa selt áfengið í eigin þágu til veitingastaða auk þess að hafa látið Halldór fá hluta áfengisins án þess að greitt væri fyrir. Því hafi ekkert af andvirði áfengisins runnið til Valís eða upp í skuld félagsins við Tollstjóra vegna aðflutningsgjalda.Engin starfsemi í Valís eftir áfengiskaupinEngin starfsemi var í Valís eftir að Halldór keypti félagið samkvæmt ákærunni. Engar fjármunafærslur hafi átt sér stað, ekkert bókhald verið fært og skattframtölum hafi ekki verið skilað. Valís var lýst gjaldþrota í janúar 2013. Tollstjóri lýsti 38,7 milljóna króna kröfu í þrotabúið. Skiptum á búinu er ekki lokið en ólíklegt er talið að nokkuð fáist upp í kröfu Tollstjóra þar sem eignir í búinu séu litlar sem engar. Þingfesting var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Sérstakur saksóknari fer frá á Halldór og Hendrik verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hendriki Birni Hermannssyni og Halldóri Leví Björnssyni fyrir fjársvik í tengslum við innflutning af 7.224 0,7 lítra flöskum af 37,5% sterku áfengi. Hendrik er, líkt og Stundin greinir frá, annar eigandi Players og var árið 2008 dæmdur til að greiða 77 milljóna króna sekt vegna svika á vörslusköttum. Halldór Leví er fyrrum aðstoðarmaður Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þá var Halldór Leví sakaður um fjárdrátt úr sjóðum Þroskahjálpar á Suðurnesjum árið 2011 en hann hafði verið formaður samtakanna samkvæmt frétt DV. Lögreglurannsókn á ósamræmi í bókhaldi félagsins var hætt eftir að Halldór endurgreiddi Þroskahjálp þá upphæð sem stjórn samtakanna taldi hann hafa dregið að sér.Sagðir hafa komið sér hjá greiðslu aðflutningsgjaldaHalldóri og Hendrik er gefið að sök að hafa með blekkingum fengið greiðslufrest á 26 milljóna króna kröfu embættis Tollstjóra. Þeir hafi nýtt sér heimild félagsins Valís ehf. til að fá frest á greiðslu aðflutningsgjalda þar sem félagið uppfyllti skilyrði laga um slíkt þar sem Valís hafi verið skuldlaus við ríkissjóð og áður flutt áfengi til landsins. Samkvæmt ákærunni pantaði Halldór vínflöskurnar sjö þúsund frá Bretlandi í gegnum félagið Vínheima, sem Halldór á, í mars árið 2012. Fyrir þær hafi verið greitt með fjármunum frá Hendriki. Í ákærunni er Halldór sagður hafa vitað eða hafi hlotið að vita að áfengið yrði ekki nýtt í þágu Vínheima. Þann 12. apríl er Halldór sagður hafa farið fram á að pöntunin yrði færð yfir á félagið Valís, hjá breska vínsalanum. Hann hafi svo sent Eimskipum, sem flutti áfengið til landsins, reikning þann 17. apríl þar sem Valís var skráður kaupandi áfengisins. Fyrr um daginn hafði Halldór keypt allt hlutafé í Valís á 360 þúsund krónur. Eftir að áfengið var komi til landsins er Hendrik sagður hafa selt áfengið í eigin þágu til veitingastaða auk þess að hafa látið Halldór fá hluta áfengisins án þess að greitt væri fyrir. Því hafi ekkert af andvirði áfengisins runnið til Valís eða upp í skuld félagsins við Tollstjóra vegna aðflutningsgjalda.Engin starfsemi í Valís eftir áfengiskaupinEngin starfsemi var í Valís eftir að Halldór keypti félagið samkvæmt ákærunni. Engar fjármunafærslur hafi átt sér stað, ekkert bókhald verið fært og skattframtölum hafi ekki verið skilað. Valís var lýst gjaldþrota í janúar 2013. Tollstjóri lýsti 38,7 milljóna króna kröfu í þrotabúið. Skiptum á búinu er ekki lokið en ólíklegt er talið að nokkuð fáist upp í kröfu Tollstjóra þar sem eignir í búinu séu litlar sem engar. Þingfesting var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Sérstakur saksóknari fer frá á Halldór og Hendrik verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira