„Við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna“ ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 13:57 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens mynd/íslandsbanki Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan. Gjaldeyrishöft Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira