„Við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna“ ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 13:57 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens mynd/íslandsbanki Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan. Gjaldeyrishöft Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan.
Gjaldeyrishöft Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira