Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2015 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, verður í eldlínunni með Barcelona í dag þegar liðið mætir Kielce frá Póllandi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 13.10. Allir leikirnir um helgina verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.Sjá einnig:Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Í gær stýrði Írinn Tom O'Brannigan, aðalfréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, skemmtilegum spjallfundi með fjórum leikmönnum; einum úr hverju liði. Þarna voru mættir Jesper Nöddesbo, Barcelona, Ivan Cupic, Kielce, Nicklas Ekberg, Kiel, og Andreas Nilson sem spilar með Veszprém.Guðjón Valur í leik með RNL.vísir/gettyKróatíski hornamaðurinn Ivan Cupic, sem er einn sá allra besti í heimi, spilaði með Guðjóni Val veturinn 2010/2011 þegar þeir voru báðir á mála hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. O'Brannigan heimtaði að Cupic segði sögu af Guðjóni sem hann hafði heyrt áður um hvað Íslendingurinn gerði eftir útileik gegn Friesenheim í þýsku 1. deildinni það tímabilið. Guðjón Valur spilaði ekki nema 5-10 mínútur í leiknum, en eins og stuðningsmenn íslenska landsliðsins vita vill Guðjón helst ekki missa af einni einustu mínútu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Það hvílir engin bölvun á mér „Við komum heim á æfingasvæðið okkar í Kroneau á miðnætti og þá hringdi hann í konuna sína og bað hana um að sækja sig ekki strax því hann ætlaði að taka smá æfingu,“ sagði Cupic. „Hann vildi taka spretti og kíkja svo aðeins í lyftingarsalinn,“ bætti Króatinn við. „Ég spurði hvað hann væri að pæla, klukkan var orðin tólf. Ég sagði honum að fara heim og vera með börnunum sínum.“ Guðjón Valur var ekki alveg á þeim buxunum þessa nótina og svaraði: „Nei, ég ætla að taka æfingu.“ Söguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hún byrjar ekki á réttum stað má spóla á 12:25. Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, verður í eldlínunni með Barcelona í dag þegar liðið mætir Kielce frá Póllandi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 13.10. Allir leikirnir um helgina verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.Sjá einnig:Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Í gær stýrði Írinn Tom O'Brannigan, aðalfréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, skemmtilegum spjallfundi með fjórum leikmönnum; einum úr hverju liði. Þarna voru mættir Jesper Nöddesbo, Barcelona, Ivan Cupic, Kielce, Nicklas Ekberg, Kiel, og Andreas Nilson sem spilar með Veszprém.Guðjón Valur í leik með RNL.vísir/gettyKróatíski hornamaðurinn Ivan Cupic, sem er einn sá allra besti í heimi, spilaði með Guðjóni Val veturinn 2010/2011 þegar þeir voru báðir á mála hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. O'Brannigan heimtaði að Cupic segði sögu af Guðjóni sem hann hafði heyrt áður um hvað Íslendingurinn gerði eftir útileik gegn Friesenheim í þýsku 1. deildinni það tímabilið. Guðjón Valur spilaði ekki nema 5-10 mínútur í leiknum, en eins og stuðningsmenn íslenska landsliðsins vita vill Guðjón helst ekki missa af einni einustu mínútu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Það hvílir engin bölvun á mér „Við komum heim á æfingasvæðið okkar í Kroneau á miðnætti og þá hringdi hann í konuna sína og bað hana um að sækja sig ekki strax því hann ætlaði að taka smá æfingu,“ sagði Cupic. „Hann vildi taka spretti og kíkja svo aðeins í lyftingarsalinn,“ bætti Króatinn við. „Ég spurði hvað hann væri að pæla, klukkan var orðin tólf. Ég sagði honum að fara heim og vera með börnunum sínum.“ Guðjón Valur var ekki alveg á þeim buxunum þessa nótina og svaraði: „Nei, ég ætla að taka æfingu.“ Söguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hún byrjar ekki á réttum stað má spóla á 12:25.
Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49
Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30
Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45