Viðskipti innlent

Hlutabréf í Högum lækka eftir 305 milljóna viðskipti

ingvar haraldsson skrifar
Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði í dag.
Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði í dag. vísir/vilhelm
Hlutabréf í Högum lækkuðu um 1,49 prósent í dag eftir níu viðskipti í Kauphöll Íslands en heildarvelta viðskiptanna nam 305 milljónum króna.

Gengi hlutabréfa flestra félaga í Kauphöllinni lækkuðu í dag. Hlutabréf í Vodafone lækkuðu um 1,16 prósent eftir 21 milljón króna viðskipti. Þá lækkuðu hlutabréf í Marel um 0,83 prósent eftir 118 milljón króna veltu. Hlutabréf í Icelandair um 0,44 prósent eftir 134 milljóna króna veltu.

Hlutabréf í HB Granda, TM og Össuri hækkuðu öll um á milli 0,23 og 0,74 prósent í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,47 prósent eftir viðskipti dagsins en hefur hækkað um 7,51 prósent frá áramótum og stendur í 1.409,34 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×