Viðskipti innlent

Já kaupir Gallup

ingvar haraldsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup og Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Já.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup og Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Já. mynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Upplýsingafyrirtækið Já hefur keypt allt hlutafé í Gallup.

Heildarvelta Já eftir kaupin verður um 1,7 milljarðar króna og fjöldi starfsmanna um eitt hundrað. Þjónusta Gallup verður áfram undir merkjum Gallup og þjónusta Já undir merkjum Já eftir kaupin.

Í tilkynningu segir að undanfarin ár hafi Já lagt áherslu á upplýsingaþjónustu sem auðveldi viðskipti og samskipti. Gallup hafi verið í forystu á sviði markaðs-, starfsmanna- og viðhorfsrannsókna. „Með kaupum Já á Gallup hefur verið lagður grunnur að einu öflugasta upplýsingafyrirtæki landsins. Sameiginleg markmið Já og Gallup eru að bjóða upplýsingaþjónustu sem byggir á nýjustu tækni og traustum gögnum með viðskiptavini í forgrunni.“

„Við förum í þetta verkefni fullviss um að viðskiptavinir Já og Gallup njóti góðs af, það er mikil sérfræðiþekking innan beggja félaga og áfram verður lögð áhersla á upplýsingaþjónustu sem byggir á nýjustu tækni,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já í tilkynningu.

Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup, segir kaupin stórt skref fram á við fyrir starfsemi og starfsmenn Gallup. „Umhverfi fyrirtækja er síbreytilegt og ekki síst ef litið er til tækni og þróunar sem átt hefur séð stað í upplýsingageiranum. Með kaupum Já er Gallup orðið hluti af sterku fyrirtæki með skýrar áherslur á rannsóknir og upplýsingar,“ segir Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×