Enski boltinn

Parlour: Sánchez eini sem kæmist í 2003-04 liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sánchez skorar annað af tveimur mörkum sínum gegn Hull á mánudaginn.
Sánchez skorar annað af tveimur mörkum sínum gegn Hull á mánudaginn. vísir/getty
Ray Parlour, fyrrverandi leikmaður Arsenal, segir að Alexis Sánchez sé eini í leikmannahópi liðsins í dag sem kæmist í Arsenal-liðið sem fór taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003-04.

Parlour var hluti af þessu frábæra Arsenal-liði og segir að leikmenn liðsins í dag standist gullaldarliðinu ekki snúning.

„Bakverðirnir eru ekki eins góðir og þeir sem við höfðum. Lauren var frábær og vanmetinn leikmaður og Ashley Cole var magnaður,“ sagði Parlour.

„Ég er hrifinn af Laurent Koscielny, hann hefur bætt sig mikið. Hann gæti hugsanlega tekið stöðu Kolo Toure við hliðina á Sol Campbell. Það má allavega deila um það.“

Parlour segir að Sánchez, sem hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í herbúðum Arsenal, gæti komist inn í 2003-04 liðið á kostnað Freddie Ljungberg.

„Patrick Viera og Gilberto Silva mynduðu frábært miðjupar og Robert Pires var mjög góður leikmaður. Sá eini sem kæmist í liðið væri Sánchez, á hægri kantinn.

„Hvað framlínuna varðar á enginn af núverandi leikmönnum Arsenal möguleika á að koma í stað Dennis Bergkamp og Thierry Henry. Ekki séns,“ sagði Parlour sem lék 25 deildarleiki með Arsenal taplausa tímabilið 2003-04.

Arsenal er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 70 stig, jafnmörg og Manchester City sem er í 2. sæti. Skytturnar eiga enn leik til góða gegn Sunderland.

Parlour ásamt félögum sínum úr 2003-04 liði Arsenal.vísir/getty

Tengdar fréttir

Þriggja marka fyrri hálfleikur dugði Arsenal

Arsenal komst upp að hlið Manchester City í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Hull í kvöld en þetta var níundi sigur lærisveina Arsene Wenger í síðustu tíu deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×