Enski boltinn

Umboðsmaður Touré: 90 prósent líkur á að hann fari frá Man City í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Yaya Touré hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra.
Yaya Touré hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra. vísir/getty
Dimitri Seluk, umboðsmaður Yaya Touré, er jafnan duglegur að tjá sig um málefni skjólstæðings síns í fjölmiðlum.

Nú segir hann að 90% líkur séu á Touré yfirgefi Manchester City í sumar og þrjú félög séu á höttunum eftir miðjumanninum sem hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína með City á tímabilinu.

Inter hefur verið nefnt sem líklegur áfangastaður fyrir Touré en Roberto Mancini, knattspyrnustjóri liðsins, stýrði Manchester City á sínum tíma og hefur mikinn hug á að fá fyrrum lærisvein sinn til Mílanó. Touré hefur einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain.

Touré kom til Manchester City sumarið 2010 frá Barcelona og hefur síðan þá tvisvar orðið Englandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.


Tengdar fréttir

Toure vill koma til Inter

Roberto Mancini, þjálfari Inter, hefur gefið í skyn að Yaya Toure hafi áhuga á því að fara úr enska boltanum yfir í þann ítalska.

Pellegrini: Yaya verður áfram hjá City

Yaya Toure, miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Manchester City, verður áfram í herbúðum þeirra ljósbláu samkvæmt stjóranum Manuel Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×