Fótbolti

Ólafur Ingi á skotskónum í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Ingi í leik með Zulte.
Ólafur Ingi í leik með Zulte. vísir/getty
Ólafur Ingi Skúlason var á skotskónum fyrir Zulte-Waregem sem tapaði gegn FH-bönunum í Genk í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 3-2.

Aleksandar Trajkovski kom Zulte yfir, en Sergei Savic jafnaði metin. Ólafur Ingi Skúlason kom Zulte aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Thomas Buffel jafnaði.

Tornike Okriashvili skoraði svo sigurmark Genk tveimur mínútum fyrir leikslok, en með sigrinum fer Genk upp að hlið KV Mechelen í þessum fjögurra liða riðli.

Lokatölur 3-2, en Zulte er einungis með fjögur stig eftir sex leiki í umspili A í belgísku deildinni.

Ólafur Ingi spilaði allan leikinn fyrir Zulte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×