Enski boltinn

Van Gaal: Skref í rétta átt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal á hliðarlínunni í dag.
Van Gaal á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segist vera gífurlega ánægður með baráttuanda sinna manna í 2-1 sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Með sigrinum skaust United nær Meistaradeildarsæti, en eftir sigurinn er United með sjö stiga forystu á Liverpool sem á þó leik til góða. Tapi Liverpool gegn Chelsea á morgun fer United að minnsta kosti í umspilið um laust sæti í Meistaradeildinni.

„Við spiluðum ekki okkar besta leik, en við börðumst allt til enda. Þetta er mjög mikilvægur sigur og rétt skref í átt að umspili Meistaradeildarinnar,” sagði Louis van Gaal við Sky Sports í leikslok. Van Gaal er þó ekki enn viss um Meistaradeildarsætið.

„Þú veist aldrei hvað gerist. Við þurfum enn eitt stig að mínu mati, en við tókum mjög mikilvægt skref hér í dag.”

„Við höfum lagt svo mikið á okkur og leikmennirnir sýndu mikinn vilja hér í dag. Ég er mjög stoltur. Þegar við erum að berjast eins og hér í dag erum við mjög erfitt lið að leggja að velli.”

Spænski markvörður United, David de Gea, þurfti í tvígang að grípa á stóra sínum, en hann varði afar mikilvægar markvörslur á tímapunkti í leiknum.

„David de Gea hefur gert þetta nokkrum sinnum á tímabilinu. Ég er mjög ánægður með hann því við hefðum getað lent undir 2-1,” sagði van Gaal að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×