Enski boltinn

Pearson kallaði blaðamann strút

Pearson fór hamförum á fundinum.
Pearson fór hamförum á fundinum. vísir/getty
Hinn litríki stjóri Leicester, Nigel Pearson, bilaðist við blaðamann eftir leik Leicester og Chelsea í gær.

Hann var mjög ósáttur við spurningu eins blaðamanns í gær og í kjölfarið urðaði Pearson yfir blaðamanninn.

Kallaði hann heimskan, spurði hvort hann væri strútur með hausinn í sandinum og annað í þeim dúr.

Pearson tók blaðamanninn gjörsamlega úr sambandi og þegar hann gat ekki stamað út úr sér annarri spurningu yfirgaf Pearson svæðið.

Sjá má þessa ótrúlegu uppákomu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×