9 leiðir til að gjöreyðileggja einbeitingu samnemenda þinna í prófi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. apríl 2015 12:00 Margir nemar á Íslandi eru í prófum um þessar mundir. Vísir/Getty Nú er prófatíðin í hámarki hjá menntaskóla- og háskólanemum. Hér eru nokkur atriði sem þú skalt forðast að gera í prófi ef þú vilt ekki alveg gera út af við aðra próftaka. Raunar geta þau gagnast til þess að hífa sjálfan þig upp á einkunnaskalanum en Vísir mælir ekki með því að fella aðra til þess að láta ljós sitt skína. Eftirfarandi atriði gulltryggja það að þeir sem neyðast til að deila með þér prófstofu verði viti sínu fjær:1. Þylja upp úr glósunum fyrir utan prófstofuna Týpan sem les atriði úr námsefninu af handahófi fyrir samnemendur sína á leið inn í próf er ekki aðeins að stressa sjálfan sig og rugla heldur alla aðra í kringum sig. Sérstaklega ef um er að ræða smáatriði sem valda því að nemendur telja sig ekki kunna neitt í efninu. Ef það róar taugarnar þínar að nýta síðustu mínúturnar fyrir próf til þess að rifja upp atriði úr námsefninu, vinsamlega gerðu það í hljóði.2. Raula lag sem allir fá á heilann Það er ekkert verra en að vera með lag á heilanum þegar nauðsynlegt er að einbeita sér að því að svara prófspurningu. Ekki raula lag rétt fyrir próf eða á meðan á prófi stendur ef þú vilt ekki trufla einbeitingu samnemenda þinna. Meðal laga sem ber að forðast eru Don‘t worry, be happy, Who let the dogs out, I‘m a barbie girl, The lion sleeps tonight og Hlið við hlið. „Gætum við staðið, hlið við hlið, gætum við farið og tím‘okkar varið, bara við tvö?“Nasl í prófi ber að velja vel.3. Velja nasl sem truflar Þegar próftími er langur er sniðugt að taka með sér einhvers konar drykk eða nasl til þess að halda uppi orku og koma í veg fyrir að einbeitingin truflist sökum svengdar. Þetta gildir ekki um alla en ef þetta gildir um þig vinsamlegast veldu naslið vel. Snakkpokar sem skrjáfar í og gulrætur eða sterkir brjóstsykrar sem bergmála um alla prófstofunni við át mega halda sig utan stofunnar. Af gefnu tilefni: Djús- eða kókómjólkurfernur eru í góðu lagi svo lengi sem þú ert ekki ein/n af þeim sem þarf að klára hvern einasta dropa úr fernunni. Snörlið getur gert hvern mann vitfirrtan.4. Vera illa (eða alltof vel) lyktandi Sterk lykt sem virðist sitja í nefinu á þér getur virkað mjög truflandi. Sér í lagi ef lyktin er vond en þó getur yfirgnæfandi ilmvatns- eða rakspíralykt verið alveg jafnslæm og jafnvel framkallað hausverk. Málið er nefnilega að í prófum er ekki vel séð að færa sig og því er próftaki bundinn við sæti sitt alla jafna. Prófljótan er vel þekkt fyrirbæri en vinsamlega reyndu að miða að því að líkamslyktin sé samnemendum þínum bjóðandi.5. „Jaaaá, auðvitað! Takk kennari.“ Það er alltaf jafnóþægilegt þegar kennarinn kemur inn og þú sérð annan nemanda spyrja spurningar. Efasemdirnar láta á sér kræla, „er mér að sjást yfir eitthvað?“ spyr maður sig í sumum tilfellum. Það er þó ekkert meira óþolandi en þegar próftaki spyr kennarann í lágum hljóðum spurningar, lætur sér svo renna upp ljós þegar kennarinn svarar og segir hátt: „Jaaaáá auðvitað, þakka þér kennari.“ Ef þú vilt ekki stressa alla í kringum þig láttu renna upp fyrir þér ljós í hljóði.Þeir sem þykjast ekki hafa tíma til að snýta sér fyrir próf eða á meðan á prófi stendur þurfa að hugsa sinn gang.Mynd/Getty6. Sjúga upp í nefið Sumarkvefið hefur mögulega látið á sér kræla í prófatíðinni eftir sólbaðið úti við þrátt fyrir að hiti hafi verið við frostmark. Það er líka alþekkt að ónæmiskerfið er ekki jafnsterkt þegar prófkvíðinn og stressið ná hámarki. En reyndu fyrir alla muni að snýta þér áður en þú gengur inn í prófstofuna. Manneskjan sem sýgur upp í nefið sí og æ truflar einbeitinguna alltaf einmitt þegar hún hefur jafnað sig frá síðasta „nefinnsogi“.7. Hrista löppina Þetta atriði á einkum við þegar próftakar deila prófborði. Að tylla fætinum, stundum báðum, og hrista hann af lífs og sálarkröftum til að losa um stress er kækur sem margir þjást af. Þetta veldur því að borðið hristist stöðugt, það truflar einbeitinguna og getur í verstu tilfellunum gert próftökum örðugt við að skrifa á prófið sitt. Sittu kjurr nema þú viljir fá penna í höfuðið.8. Hvísla prófsvörin og spurningarnar Manneskjan sem er svo hrædd um að missa af einhverju í spurningunni eða hafa gleymt einhverju í svarinu að hún hvíslar upphátt orðin fyrir framan sig er einbeitingarbani. Ekki aðeins er stöðugt hvískur óþolandi heldur fer hugur annarra próftaka ósjálfrátt að reyna að hlusta, hvort sem það er vegna einskærrar forvitni eða hvötinni að bæta einhverju sniðugu við sitt svar frá hvíslaranum.9. Láta „viskukorn“ falla við útgöngu Ef þú klárar prófið fyrr en aðrir og gengur út með fullyrðingu sem allir heyra verðurðu í litlu uppáhaldi. „Þetta var svo ótrúlega létt.“ Eða: „Ég er svo fegin að hafa fattað að svarið við spurningu sex var d.“ Eða „Úff, ég var næstum því búin að gleyma að skilgreina [hér vantar hugtak sem kom ekki fyrir á prófinu]“ Það er næsta öruggt að allir próftakar koma til með að heyra þá misvitru athugasemd þegar þú lætur út úr þér falla svo ef þú ætlar ekki að eyðileggja prófið fyrir öðrum á lokametrunum, haltu þér þá saman. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Nú er prófatíðin í hámarki hjá menntaskóla- og háskólanemum. Hér eru nokkur atriði sem þú skalt forðast að gera í prófi ef þú vilt ekki alveg gera út af við aðra próftaka. Raunar geta þau gagnast til þess að hífa sjálfan þig upp á einkunnaskalanum en Vísir mælir ekki með því að fella aðra til þess að láta ljós sitt skína. Eftirfarandi atriði gulltryggja það að þeir sem neyðast til að deila með þér prófstofu verði viti sínu fjær:1. Þylja upp úr glósunum fyrir utan prófstofuna Týpan sem les atriði úr námsefninu af handahófi fyrir samnemendur sína á leið inn í próf er ekki aðeins að stressa sjálfan sig og rugla heldur alla aðra í kringum sig. Sérstaklega ef um er að ræða smáatriði sem valda því að nemendur telja sig ekki kunna neitt í efninu. Ef það róar taugarnar þínar að nýta síðustu mínúturnar fyrir próf til þess að rifja upp atriði úr námsefninu, vinsamlega gerðu það í hljóði.2. Raula lag sem allir fá á heilann Það er ekkert verra en að vera með lag á heilanum þegar nauðsynlegt er að einbeita sér að því að svara prófspurningu. Ekki raula lag rétt fyrir próf eða á meðan á prófi stendur ef þú vilt ekki trufla einbeitingu samnemenda þinna. Meðal laga sem ber að forðast eru Don‘t worry, be happy, Who let the dogs out, I‘m a barbie girl, The lion sleeps tonight og Hlið við hlið. „Gætum við staðið, hlið við hlið, gætum við farið og tím‘okkar varið, bara við tvö?“Nasl í prófi ber að velja vel.3. Velja nasl sem truflar Þegar próftími er langur er sniðugt að taka með sér einhvers konar drykk eða nasl til þess að halda uppi orku og koma í veg fyrir að einbeitingin truflist sökum svengdar. Þetta gildir ekki um alla en ef þetta gildir um þig vinsamlegast veldu naslið vel. Snakkpokar sem skrjáfar í og gulrætur eða sterkir brjóstsykrar sem bergmála um alla prófstofunni við át mega halda sig utan stofunnar. Af gefnu tilefni: Djús- eða kókómjólkurfernur eru í góðu lagi svo lengi sem þú ert ekki ein/n af þeim sem þarf að klára hvern einasta dropa úr fernunni. Snörlið getur gert hvern mann vitfirrtan.4. Vera illa (eða alltof vel) lyktandi Sterk lykt sem virðist sitja í nefinu á þér getur virkað mjög truflandi. Sér í lagi ef lyktin er vond en þó getur yfirgnæfandi ilmvatns- eða rakspíralykt verið alveg jafnslæm og jafnvel framkallað hausverk. Málið er nefnilega að í prófum er ekki vel séð að færa sig og því er próftaki bundinn við sæti sitt alla jafna. Prófljótan er vel þekkt fyrirbæri en vinsamlega reyndu að miða að því að líkamslyktin sé samnemendum þínum bjóðandi.5. „Jaaaá, auðvitað! Takk kennari.“ Það er alltaf jafnóþægilegt þegar kennarinn kemur inn og þú sérð annan nemanda spyrja spurningar. Efasemdirnar láta á sér kræla, „er mér að sjást yfir eitthvað?“ spyr maður sig í sumum tilfellum. Það er þó ekkert meira óþolandi en þegar próftaki spyr kennarann í lágum hljóðum spurningar, lætur sér svo renna upp ljós þegar kennarinn svarar og segir hátt: „Jaaaáá auðvitað, þakka þér kennari.“ Ef þú vilt ekki stressa alla í kringum þig láttu renna upp fyrir þér ljós í hljóði.Þeir sem þykjast ekki hafa tíma til að snýta sér fyrir próf eða á meðan á prófi stendur þurfa að hugsa sinn gang.Mynd/Getty6. Sjúga upp í nefið Sumarkvefið hefur mögulega látið á sér kræla í prófatíðinni eftir sólbaðið úti við þrátt fyrir að hiti hafi verið við frostmark. Það er líka alþekkt að ónæmiskerfið er ekki jafnsterkt þegar prófkvíðinn og stressið ná hámarki. En reyndu fyrir alla muni að snýta þér áður en þú gengur inn í prófstofuna. Manneskjan sem sýgur upp í nefið sí og æ truflar einbeitinguna alltaf einmitt þegar hún hefur jafnað sig frá síðasta „nefinnsogi“.7. Hrista löppina Þetta atriði á einkum við þegar próftakar deila prófborði. Að tylla fætinum, stundum báðum, og hrista hann af lífs og sálarkröftum til að losa um stress er kækur sem margir þjást af. Þetta veldur því að borðið hristist stöðugt, það truflar einbeitinguna og getur í verstu tilfellunum gert próftökum örðugt við að skrifa á prófið sitt. Sittu kjurr nema þú viljir fá penna í höfuðið.8. Hvísla prófsvörin og spurningarnar Manneskjan sem er svo hrædd um að missa af einhverju í spurningunni eða hafa gleymt einhverju í svarinu að hún hvíslar upphátt orðin fyrir framan sig er einbeitingarbani. Ekki aðeins er stöðugt hvískur óþolandi heldur fer hugur annarra próftaka ósjálfrátt að reyna að hlusta, hvort sem það er vegna einskærrar forvitni eða hvötinni að bæta einhverju sniðugu við sitt svar frá hvíslaranum.9. Láta „viskukorn“ falla við útgöngu Ef þú klárar prófið fyrr en aðrir og gengur út með fullyrðingu sem allir heyra verðurðu í litlu uppáhaldi. „Þetta var svo ótrúlega létt.“ Eða: „Ég er svo fegin að hafa fattað að svarið við spurningu sex var d.“ Eða „Úff, ég var næstum því búin að gleyma að skilgreina [hér vantar hugtak sem kom ekki fyrir á prófinu]“ Það er næsta öruggt að allir próftakar koma til með að heyra þá misvitru athugasemd þegar þú lætur út úr þér falla svo ef þú ætlar ekki að eyðileggja prófið fyrir öðrum á lokametrunum, haltu þér þá saman.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira