9 leiðir til að gjöreyðileggja einbeitingu samnemenda þinna í prófi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. apríl 2015 12:00 Margir nemar á Íslandi eru í prófum um þessar mundir. Vísir/Getty Nú er prófatíðin í hámarki hjá menntaskóla- og háskólanemum. Hér eru nokkur atriði sem þú skalt forðast að gera í prófi ef þú vilt ekki alveg gera út af við aðra próftaka. Raunar geta þau gagnast til þess að hífa sjálfan þig upp á einkunnaskalanum en Vísir mælir ekki með því að fella aðra til þess að láta ljós sitt skína. Eftirfarandi atriði gulltryggja það að þeir sem neyðast til að deila með þér prófstofu verði viti sínu fjær:1. Þylja upp úr glósunum fyrir utan prófstofuna Týpan sem les atriði úr námsefninu af handahófi fyrir samnemendur sína á leið inn í próf er ekki aðeins að stressa sjálfan sig og rugla heldur alla aðra í kringum sig. Sérstaklega ef um er að ræða smáatriði sem valda því að nemendur telja sig ekki kunna neitt í efninu. Ef það róar taugarnar þínar að nýta síðustu mínúturnar fyrir próf til þess að rifja upp atriði úr námsefninu, vinsamlega gerðu það í hljóði.2. Raula lag sem allir fá á heilann Það er ekkert verra en að vera með lag á heilanum þegar nauðsynlegt er að einbeita sér að því að svara prófspurningu. Ekki raula lag rétt fyrir próf eða á meðan á prófi stendur ef þú vilt ekki trufla einbeitingu samnemenda þinna. Meðal laga sem ber að forðast eru Don‘t worry, be happy, Who let the dogs out, I‘m a barbie girl, The lion sleeps tonight og Hlið við hlið. „Gætum við staðið, hlið við hlið, gætum við farið og tím‘okkar varið, bara við tvö?“Nasl í prófi ber að velja vel.3. Velja nasl sem truflar Þegar próftími er langur er sniðugt að taka með sér einhvers konar drykk eða nasl til þess að halda uppi orku og koma í veg fyrir að einbeitingin truflist sökum svengdar. Þetta gildir ekki um alla en ef þetta gildir um þig vinsamlegast veldu naslið vel. Snakkpokar sem skrjáfar í og gulrætur eða sterkir brjóstsykrar sem bergmála um alla prófstofunni við át mega halda sig utan stofunnar. Af gefnu tilefni: Djús- eða kókómjólkurfernur eru í góðu lagi svo lengi sem þú ert ekki ein/n af þeim sem þarf að klára hvern einasta dropa úr fernunni. Snörlið getur gert hvern mann vitfirrtan.4. Vera illa (eða alltof vel) lyktandi Sterk lykt sem virðist sitja í nefinu á þér getur virkað mjög truflandi. Sér í lagi ef lyktin er vond en þó getur yfirgnæfandi ilmvatns- eða rakspíralykt verið alveg jafnslæm og jafnvel framkallað hausverk. Málið er nefnilega að í prófum er ekki vel séð að færa sig og því er próftaki bundinn við sæti sitt alla jafna. Prófljótan er vel þekkt fyrirbæri en vinsamlega reyndu að miða að því að líkamslyktin sé samnemendum þínum bjóðandi.5. „Jaaaá, auðvitað! Takk kennari.“ Það er alltaf jafnóþægilegt þegar kennarinn kemur inn og þú sérð annan nemanda spyrja spurningar. Efasemdirnar láta á sér kræla, „er mér að sjást yfir eitthvað?“ spyr maður sig í sumum tilfellum. Það er þó ekkert meira óþolandi en þegar próftaki spyr kennarann í lágum hljóðum spurningar, lætur sér svo renna upp ljós þegar kennarinn svarar og segir hátt: „Jaaaáá auðvitað, þakka þér kennari.“ Ef þú vilt ekki stressa alla í kringum þig láttu renna upp fyrir þér ljós í hljóði.Þeir sem þykjast ekki hafa tíma til að snýta sér fyrir próf eða á meðan á prófi stendur þurfa að hugsa sinn gang.Mynd/Getty6. Sjúga upp í nefið Sumarkvefið hefur mögulega látið á sér kræla í prófatíðinni eftir sólbaðið úti við þrátt fyrir að hiti hafi verið við frostmark. Það er líka alþekkt að ónæmiskerfið er ekki jafnsterkt þegar prófkvíðinn og stressið ná hámarki. En reyndu fyrir alla muni að snýta þér áður en þú gengur inn í prófstofuna. Manneskjan sem sýgur upp í nefið sí og æ truflar einbeitinguna alltaf einmitt þegar hún hefur jafnað sig frá síðasta „nefinnsogi“.7. Hrista löppina Þetta atriði á einkum við þegar próftakar deila prófborði. Að tylla fætinum, stundum báðum, og hrista hann af lífs og sálarkröftum til að losa um stress er kækur sem margir þjást af. Þetta veldur því að borðið hristist stöðugt, það truflar einbeitinguna og getur í verstu tilfellunum gert próftökum örðugt við að skrifa á prófið sitt. Sittu kjurr nema þú viljir fá penna í höfuðið.8. Hvísla prófsvörin og spurningarnar Manneskjan sem er svo hrædd um að missa af einhverju í spurningunni eða hafa gleymt einhverju í svarinu að hún hvíslar upphátt orðin fyrir framan sig er einbeitingarbani. Ekki aðeins er stöðugt hvískur óþolandi heldur fer hugur annarra próftaka ósjálfrátt að reyna að hlusta, hvort sem það er vegna einskærrar forvitni eða hvötinni að bæta einhverju sniðugu við sitt svar frá hvíslaranum.9. Láta „viskukorn“ falla við útgöngu Ef þú klárar prófið fyrr en aðrir og gengur út með fullyrðingu sem allir heyra verðurðu í litlu uppáhaldi. „Þetta var svo ótrúlega létt.“ Eða: „Ég er svo fegin að hafa fattað að svarið við spurningu sex var d.“ Eða „Úff, ég var næstum því búin að gleyma að skilgreina [hér vantar hugtak sem kom ekki fyrir á prófinu]“ Það er næsta öruggt að allir próftakar koma til með að heyra þá misvitru athugasemd þegar þú lætur út úr þér falla svo ef þú ætlar ekki að eyðileggja prófið fyrir öðrum á lokametrunum, haltu þér þá saman. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Nú er prófatíðin í hámarki hjá menntaskóla- og háskólanemum. Hér eru nokkur atriði sem þú skalt forðast að gera í prófi ef þú vilt ekki alveg gera út af við aðra próftaka. Raunar geta þau gagnast til þess að hífa sjálfan þig upp á einkunnaskalanum en Vísir mælir ekki með því að fella aðra til þess að láta ljós sitt skína. Eftirfarandi atriði gulltryggja það að þeir sem neyðast til að deila með þér prófstofu verði viti sínu fjær:1. Þylja upp úr glósunum fyrir utan prófstofuna Týpan sem les atriði úr námsefninu af handahófi fyrir samnemendur sína á leið inn í próf er ekki aðeins að stressa sjálfan sig og rugla heldur alla aðra í kringum sig. Sérstaklega ef um er að ræða smáatriði sem valda því að nemendur telja sig ekki kunna neitt í efninu. Ef það róar taugarnar þínar að nýta síðustu mínúturnar fyrir próf til þess að rifja upp atriði úr námsefninu, vinsamlega gerðu það í hljóði.2. Raula lag sem allir fá á heilann Það er ekkert verra en að vera með lag á heilanum þegar nauðsynlegt er að einbeita sér að því að svara prófspurningu. Ekki raula lag rétt fyrir próf eða á meðan á prófi stendur ef þú vilt ekki trufla einbeitingu samnemenda þinna. Meðal laga sem ber að forðast eru Don‘t worry, be happy, Who let the dogs out, I‘m a barbie girl, The lion sleeps tonight og Hlið við hlið. „Gætum við staðið, hlið við hlið, gætum við farið og tím‘okkar varið, bara við tvö?“Nasl í prófi ber að velja vel.3. Velja nasl sem truflar Þegar próftími er langur er sniðugt að taka með sér einhvers konar drykk eða nasl til þess að halda uppi orku og koma í veg fyrir að einbeitingin truflist sökum svengdar. Þetta gildir ekki um alla en ef þetta gildir um þig vinsamlegast veldu naslið vel. Snakkpokar sem skrjáfar í og gulrætur eða sterkir brjóstsykrar sem bergmála um alla prófstofunni við át mega halda sig utan stofunnar. Af gefnu tilefni: Djús- eða kókómjólkurfernur eru í góðu lagi svo lengi sem þú ert ekki ein/n af þeim sem þarf að klára hvern einasta dropa úr fernunni. Snörlið getur gert hvern mann vitfirrtan.4. Vera illa (eða alltof vel) lyktandi Sterk lykt sem virðist sitja í nefinu á þér getur virkað mjög truflandi. Sér í lagi ef lyktin er vond en þó getur yfirgnæfandi ilmvatns- eða rakspíralykt verið alveg jafnslæm og jafnvel framkallað hausverk. Málið er nefnilega að í prófum er ekki vel séð að færa sig og því er próftaki bundinn við sæti sitt alla jafna. Prófljótan er vel þekkt fyrirbæri en vinsamlega reyndu að miða að því að líkamslyktin sé samnemendum þínum bjóðandi.5. „Jaaaá, auðvitað! Takk kennari.“ Það er alltaf jafnóþægilegt þegar kennarinn kemur inn og þú sérð annan nemanda spyrja spurningar. Efasemdirnar láta á sér kræla, „er mér að sjást yfir eitthvað?“ spyr maður sig í sumum tilfellum. Það er þó ekkert meira óþolandi en þegar próftaki spyr kennarann í lágum hljóðum spurningar, lætur sér svo renna upp ljós þegar kennarinn svarar og segir hátt: „Jaaaáá auðvitað, þakka þér kennari.“ Ef þú vilt ekki stressa alla í kringum þig láttu renna upp fyrir þér ljós í hljóði.Þeir sem þykjast ekki hafa tíma til að snýta sér fyrir próf eða á meðan á prófi stendur þurfa að hugsa sinn gang.Mynd/Getty6. Sjúga upp í nefið Sumarkvefið hefur mögulega látið á sér kræla í prófatíðinni eftir sólbaðið úti við þrátt fyrir að hiti hafi verið við frostmark. Það er líka alþekkt að ónæmiskerfið er ekki jafnsterkt þegar prófkvíðinn og stressið ná hámarki. En reyndu fyrir alla muni að snýta þér áður en þú gengur inn í prófstofuna. Manneskjan sem sýgur upp í nefið sí og æ truflar einbeitinguna alltaf einmitt þegar hún hefur jafnað sig frá síðasta „nefinnsogi“.7. Hrista löppina Þetta atriði á einkum við þegar próftakar deila prófborði. Að tylla fætinum, stundum báðum, og hrista hann af lífs og sálarkröftum til að losa um stress er kækur sem margir þjást af. Þetta veldur því að borðið hristist stöðugt, það truflar einbeitinguna og getur í verstu tilfellunum gert próftökum örðugt við að skrifa á prófið sitt. Sittu kjurr nema þú viljir fá penna í höfuðið.8. Hvísla prófsvörin og spurningarnar Manneskjan sem er svo hrædd um að missa af einhverju í spurningunni eða hafa gleymt einhverju í svarinu að hún hvíslar upphátt orðin fyrir framan sig er einbeitingarbani. Ekki aðeins er stöðugt hvískur óþolandi heldur fer hugur annarra próftaka ósjálfrátt að reyna að hlusta, hvort sem það er vegna einskærrar forvitni eða hvötinni að bæta einhverju sniðugu við sitt svar frá hvíslaranum.9. Láta „viskukorn“ falla við útgöngu Ef þú klárar prófið fyrr en aðrir og gengur út með fullyrðingu sem allir heyra verðurðu í litlu uppáhaldi. „Þetta var svo ótrúlega létt.“ Eða: „Ég er svo fegin að hafa fattað að svarið við spurningu sex var d.“ Eða „Úff, ég var næstum því búin að gleyma að skilgreina [hér vantar hugtak sem kom ekki fyrir á prófinu]“ Það er næsta öruggt að allir próftakar koma til með að heyra þá misvitru athugasemd þegar þú lætur út úr þér falla svo ef þú ætlar ekki að eyðileggja prófið fyrir öðrum á lokametrunum, haltu þér þá saman.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira