Laun stjórnarformanna á bilinu 390 - 1200 þúsund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2015 14:51 AF þeim fjórtán íslensku félögum sem skráð eru á aðallistann greiðir Marel hæstu stjórnarlaunin. vísir/gva Ásthildur M. Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, er launahæsti stjórnarformaðurinn af þeim sem sitja í stjórnum félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Ásthildur er með rúmlega 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Næstur á eftir Ásthildi kemur Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, með 965 þúsund krónur á mánuði. Sá stjórnarformaður sem er með lægstu launin fyrir stjórnarsetuna er aftur á móti Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, með 390 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður HB Granda er næstlaunalægstur. Aftur á móti hefur mest hækkun stjórnarlauna verið hjá Vátryggingafélagi Íslands, HB Granda og fasteignafélaginu Reitum. Hjá VÍS hækkuðu laun stjórnarmanna um 75 prósent og laun stjórnarformannsins hækkaði um 50 prósent. Hjá HB Granda hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um þriðjung. Hjá Reitum hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um 30 prósent. Síðastnefnda fyrirtækið var nýlega skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarformaður VÍS, svaraði ekki skilaboðum Vísis. Hallbjörn Karlsson, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði í samtali við Morgunblaðið á aðalfundi VÍS sem fram fór í mars að verið væri að einfalda launagreiðslur til stjórnarmanna. „Sé litið til launagreiðslna stjórnarmanna í VÍS fyrir árin 2012 og 2013, er um lækkun launa að ræða. Þar til nú hafa laun stjórnarmanna VÍS í raun verið greidd að einum þriðja af Lífís og tveimur þriðju af VÍS af sögulegum ástæðum. Vegna breyttra laga um vátryggingafélög er nú nauðsynlegt að skipa sjálfstæða stjórn yfir Lífís sem veldur kostnaðarauka fyrir VÍS, en Lífís er 100% í eigu VÍS,“ sagði Hallbjörn við Morgunblaðið.Sigurður Kristinsson.En það er einkum hækkun launa stjórnarmanna HB Granda sem hefur vakið athygli almennings undanfarna daga. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir að út frá sjónarhorni siðfræði blasi það við að það sé taktleysi hjá stjórnarmönnum í fyrirtæki að hækka stjórnarlaunin um akkúrat tífalda prósentu sem verkamönnum er boðin, en segja svo við verkamennina að ekki sé hægt að hækka laun þeirra um meira en 3,3 prósent. „Það er allskonar tvískinnungur í þessum málflutningi og taktleysi og frá sjónarhorni verkalýðsfólks þá er þetta virðingarleysi við samstarfsfólk og viðmælendur í þessum kjaraviðræðum. Það er ekki litið á það sem samstarfsfólk heldur greinilega bara einhvern veikan aðila sem á að halda í skefjum,“ segir Sigurður. Það hafi líka verið taktlaust að bjóða starfsfólki íspinna fyrir að auka framleiðsluna. „Ég held að það hafi nú allir skilið það hvers vegna starfsfólki var mjög misboðið. Það hefði verið mun skárra að fá ekki neitt heldur en að fá íspinna. Þetta er svona hálfgerð niðurlæging. Það er verið að koma fram við fólk eins og börn eða bara kjána,“ segir Sigurður. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ásthildur M. Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, er launahæsti stjórnarformaðurinn af þeim sem sitja í stjórnum félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Ásthildur er með rúmlega 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Næstur á eftir Ásthildi kemur Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, með 965 þúsund krónur á mánuði. Sá stjórnarformaður sem er með lægstu launin fyrir stjórnarsetuna er aftur á móti Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, með 390 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður HB Granda er næstlaunalægstur. Aftur á móti hefur mest hækkun stjórnarlauna verið hjá Vátryggingafélagi Íslands, HB Granda og fasteignafélaginu Reitum. Hjá VÍS hækkuðu laun stjórnarmanna um 75 prósent og laun stjórnarformannsins hækkaði um 50 prósent. Hjá HB Granda hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um þriðjung. Hjá Reitum hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um 30 prósent. Síðastnefnda fyrirtækið var nýlega skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarformaður VÍS, svaraði ekki skilaboðum Vísis. Hallbjörn Karlsson, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði í samtali við Morgunblaðið á aðalfundi VÍS sem fram fór í mars að verið væri að einfalda launagreiðslur til stjórnarmanna. „Sé litið til launagreiðslna stjórnarmanna í VÍS fyrir árin 2012 og 2013, er um lækkun launa að ræða. Þar til nú hafa laun stjórnarmanna VÍS í raun verið greidd að einum þriðja af Lífís og tveimur þriðju af VÍS af sögulegum ástæðum. Vegna breyttra laga um vátryggingafélög er nú nauðsynlegt að skipa sjálfstæða stjórn yfir Lífís sem veldur kostnaðarauka fyrir VÍS, en Lífís er 100% í eigu VÍS,“ sagði Hallbjörn við Morgunblaðið.Sigurður Kristinsson.En það er einkum hækkun launa stjórnarmanna HB Granda sem hefur vakið athygli almennings undanfarna daga. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir að út frá sjónarhorni siðfræði blasi það við að það sé taktleysi hjá stjórnarmönnum í fyrirtæki að hækka stjórnarlaunin um akkúrat tífalda prósentu sem verkamönnum er boðin, en segja svo við verkamennina að ekki sé hægt að hækka laun þeirra um meira en 3,3 prósent. „Það er allskonar tvískinnungur í þessum málflutningi og taktleysi og frá sjónarhorni verkalýðsfólks þá er þetta virðingarleysi við samstarfsfólk og viðmælendur í þessum kjaraviðræðum. Það er ekki litið á það sem samstarfsfólk heldur greinilega bara einhvern veikan aðila sem á að halda í skefjum,“ segir Sigurður. Það hafi líka verið taktlaust að bjóða starfsfólki íspinna fyrir að auka framleiðsluna. „Ég held að það hafi nú allir skilið það hvers vegna starfsfólki var mjög misboðið. Það hefði verið mun skárra að fá ekki neitt heldur en að fá íspinna. Þetta er svona hálfgerð niðurlæging. Það er verið að koma fram við fólk eins og börn eða bara kjána,“ segir Sigurður.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira