Laun stjórnarformanna á bilinu 390 - 1200 þúsund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2015 14:51 AF þeim fjórtán íslensku félögum sem skráð eru á aðallistann greiðir Marel hæstu stjórnarlaunin. vísir/gva Ásthildur M. Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, er launahæsti stjórnarformaðurinn af þeim sem sitja í stjórnum félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Ásthildur er með rúmlega 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Næstur á eftir Ásthildi kemur Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, með 965 þúsund krónur á mánuði. Sá stjórnarformaður sem er með lægstu launin fyrir stjórnarsetuna er aftur á móti Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, með 390 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður HB Granda er næstlaunalægstur. Aftur á móti hefur mest hækkun stjórnarlauna verið hjá Vátryggingafélagi Íslands, HB Granda og fasteignafélaginu Reitum. Hjá VÍS hækkuðu laun stjórnarmanna um 75 prósent og laun stjórnarformannsins hækkaði um 50 prósent. Hjá HB Granda hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um þriðjung. Hjá Reitum hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um 30 prósent. Síðastnefnda fyrirtækið var nýlega skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarformaður VÍS, svaraði ekki skilaboðum Vísis. Hallbjörn Karlsson, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði í samtali við Morgunblaðið á aðalfundi VÍS sem fram fór í mars að verið væri að einfalda launagreiðslur til stjórnarmanna. „Sé litið til launagreiðslna stjórnarmanna í VÍS fyrir árin 2012 og 2013, er um lækkun launa að ræða. Þar til nú hafa laun stjórnarmanna VÍS í raun verið greidd að einum þriðja af Lífís og tveimur þriðju af VÍS af sögulegum ástæðum. Vegna breyttra laga um vátryggingafélög er nú nauðsynlegt að skipa sjálfstæða stjórn yfir Lífís sem veldur kostnaðarauka fyrir VÍS, en Lífís er 100% í eigu VÍS,“ sagði Hallbjörn við Morgunblaðið.Sigurður Kristinsson.En það er einkum hækkun launa stjórnarmanna HB Granda sem hefur vakið athygli almennings undanfarna daga. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir að út frá sjónarhorni siðfræði blasi það við að það sé taktleysi hjá stjórnarmönnum í fyrirtæki að hækka stjórnarlaunin um akkúrat tífalda prósentu sem verkamönnum er boðin, en segja svo við verkamennina að ekki sé hægt að hækka laun þeirra um meira en 3,3 prósent. „Það er allskonar tvískinnungur í þessum málflutningi og taktleysi og frá sjónarhorni verkalýðsfólks þá er þetta virðingarleysi við samstarfsfólk og viðmælendur í þessum kjaraviðræðum. Það er ekki litið á það sem samstarfsfólk heldur greinilega bara einhvern veikan aðila sem á að halda í skefjum,“ segir Sigurður. Það hafi líka verið taktlaust að bjóða starfsfólki íspinna fyrir að auka framleiðsluna. „Ég held að það hafi nú allir skilið það hvers vegna starfsfólki var mjög misboðið. Það hefði verið mun skárra að fá ekki neitt heldur en að fá íspinna. Þetta er svona hálfgerð niðurlæging. Það er verið að koma fram við fólk eins og börn eða bara kjána,“ segir Sigurður. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Ásthildur M. Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, er launahæsti stjórnarformaðurinn af þeim sem sitja í stjórnum félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Ásthildur er með rúmlega 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Næstur á eftir Ásthildi kemur Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, með 965 þúsund krónur á mánuði. Sá stjórnarformaður sem er með lægstu launin fyrir stjórnarsetuna er aftur á móti Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, með 390 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður HB Granda er næstlaunalægstur. Aftur á móti hefur mest hækkun stjórnarlauna verið hjá Vátryggingafélagi Íslands, HB Granda og fasteignafélaginu Reitum. Hjá VÍS hækkuðu laun stjórnarmanna um 75 prósent og laun stjórnarformannsins hækkaði um 50 prósent. Hjá HB Granda hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um þriðjung. Hjá Reitum hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um 30 prósent. Síðastnefnda fyrirtækið var nýlega skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarformaður VÍS, svaraði ekki skilaboðum Vísis. Hallbjörn Karlsson, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði í samtali við Morgunblaðið á aðalfundi VÍS sem fram fór í mars að verið væri að einfalda launagreiðslur til stjórnarmanna. „Sé litið til launagreiðslna stjórnarmanna í VÍS fyrir árin 2012 og 2013, er um lækkun launa að ræða. Þar til nú hafa laun stjórnarmanna VÍS í raun verið greidd að einum þriðja af Lífís og tveimur þriðju af VÍS af sögulegum ástæðum. Vegna breyttra laga um vátryggingafélög er nú nauðsynlegt að skipa sjálfstæða stjórn yfir Lífís sem veldur kostnaðarauka fyrir VÍS, en Lífís er 100% í eigu VÍS,“ sagði Hallbjörn við Morgunblaðið.Sigurður Kristinsson.En það er einkum hækkun launa stjórnarmanna HB Granda sem hefur vakið athygli almennings undanfarna daga. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir að út frá sjónarhorni siðfræði blasi það við að það sé taktleysi hjá stjórnarmönnum í fyrirtæki að hækka stjórnarlaunin um akkúrat tífalda prósentu sem verkamönnum er boðin, en segja svo við verkamennina að ekki sé hægt að hækka laun þeirra um meira en 3,3 prósent. „Það er allskonar tvískinnungur í þessum málflutningi og taktleysi og frá sjónarhorni verkalýðsfólks þá er þetta virðingarleysi við samstarfsfólk og viðmælendur í þessum kjaraviðræðum. Það er ekki litið á það sem samstarfsfólk heldur greinilega bara einhvern veikan aðila sem á að halda í skefjum,“ segir Sigurður. Það hafi líka verið taktlaust að bjóða starfsfólki íspinna fyrir að auka framleiðsluna. „Ég held að það hafi nú allir skilið það hvers vegna starfsfólki var mjög misboðið. Það hefði verið mun skárra að fá ekki neitt heldur en að fá íspinna. Þetta er svona hálfgerð niðurlæging. Það er verið að koma fram við fólk eins og börn eða bara kjána,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira