Laun stjórnarformanna á bilinu 390 - 1200 þúsund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2015 14:51 AF þeim fjórtán íslensku félögum sem skráð eru á aðallistann greiðir Marel hæstu stjórnarlaunin. vísir/gva Ásthildur M. Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, er launahæsti stjórnarformaðurinn af þeim sem sitja í stjórnum félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Ásthildur er með rúmlega 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Næstur á eftir Ásthildi kemur Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, með 965 þúsund krónur á mánuði. Sá stjórnarformaður sem er með lægstu launin fyrir stjórnarsetuna er aftur á móti Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, með 390 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður HB Granda er næstlaunalægstur. Aftur á móti hefur mest hækkun stjórnarlauna verið hjá Vátryggingafélagi Íslands, HB Granda og fasteignafélaginu Reitum. Hjá VÍS hækkuðu laun stjórnarmanna um 75 prósent og laun stjórnarformannsins hækkaði um 50 prósent. Hjá HB Granda hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um þriðjung. Hjá Reitum hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um 30 prósent. Síðastnefnda fyrirtækið var nýlega skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarformaður VÍS, svaraði ekki skilaboðum Vísis. Hallbjörn Karlsson, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði í samtali við Morgunblaðið á aðalfundi VÍS sem fram fór í mars að verið væri að einfalda launagreiðslur til stjórnarmanna. „Sé litið til launagreiðslna stjórnarmanna í VÍS fyrir árin 2012 og 2013, er um lækkun launa að ræða. Þar til nú hafa laun stjórnarmanna VÍS í raun verið greidd að einum þriðja af Lífís og tveimur þriðju af VÍS af sögulegum ástæðum. Vegna breyttra laga um vátryggingafélög er nú nauðsynlegt að skipa sjálfstæða stjórn yfir Lífís sem veldur kostnaðarauka fyrir VÍS, en Lífís er 100% í eigu VÍS,“ sagði Hallbjörn við Morgunblaðið.Sigurður Kristinsson.En það er einkum hækkun launa stjórnarmanna HB Granda sem hefur vakið athygli almennings undanfarna daga. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir að út frá sjónarhorni siðfræði blasi það við að það sé taktleysi hjá stjórnarmönnum í fyrirtæki að hækka stjórnarlaunin um akkúrat tífalda prósentu sem verkamönnum er boðin, en segja svo við verkamennina að ekki sé hægt að hækka laun þeirra um meira en 3,3 prósent. „Það er allskonar tvískinnungur í þessum málflutningi og taktleysi og frá sjónarhorni verkalýðsfólks þá er þetta virðingarleysi við samstarfsfólk og viðmælendur í þessum kjaraviðræðum. Það er ekki litið á það sem samstarfsfólk heldur greinilega bara einhvern veikan aðila sem á að halda í skefjum,“ segir Sigurður. Það hafi líka verið taktlaust að bjóða starfsfólki íspinna fyrir að auka framleiðsluna. „Ég held að það hafi nú allir skilið það hvers vegna starfsfólki var mjög misboðið. Það hefði verið mun skárra að fá ekki neitt heldur en að fá íspinna. Þetta er svona hálfgerð niðurlæging. Það er verið að koma fram við fólk eins og börn eða bara kjána,“ segir Sigurður. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ásthildur M. Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, er launahæsti stjórnarformaðurinn af þeim sem sitja í stjórnum félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Ásthildur er með rúmlega 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Næstur á eftir Ásthildi kemur Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, með 965 þúsund krónur á mánuði. Sá stjórnarformaður sem er með lægstu launin fyrir stjórnarsetuna er aftur á móti Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, með 390 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður HB Granda er næstlaunalægstur. Aftur á móti hefur mest hækkun stjórnarlauna verið hjá Vátryggingafélagi Íslands, HB Granda og fasteignafélaginu Reitum. Hjá VÍS hækkuðu laun stjórnarmanna um 75 prósent og laun stjórnarformannsins hækkaði um 50 prósent. Hjá HB Granda hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um þriðjung. Hjá Reitum hækkuðu laun stjórnarformanns og stjórnarmanna um 30 prósent. Síðastnefnda fyrirtækið var nýlega skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarformaður VÍS, svaraði ekki skilaboðum Vísis. Hallbjörn Karlsson, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði í samtali við Morgunblaðið á aðalfundi VÍS sem fram fór í mars að verið væri að einfalda launagreiðslur til stjórnarmanna. „Sé litið til launagreiðslna stjórnarmanna í VÍS fyrir árin 2012 og 2013, er um lækkun launa að ræða. Þar til nú hafa laun stjórnarmanna VÍS í raun verið greidd að einum þriðja af Lífís og tveimur þriðju af VÍS af sögulegum ástæðum. Vegna breyttra laga um vátryggingafélög er nú nauðsynlegt að skipa sjálfstæða stjórn yfir Lífís sem veldur kostnaðarauka fyrir VÍS, en Lífís er 100% í eigu VÍS,“ sagði Hallbjörn við Morgunblaðið.Sigurður Kristinsson.En það er einkum hækkun launa stjórnarmanna HB Granda sem hefur vakið athygli almennings undanfarna daga. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir að út frá sjónarhorni siðfræði blasi það við að það sé taktleysi hjá stjórnarmönnum í fyrirtæki að hækka stjórnarlaunin um akkúrat tífalda prósentu sem verkamönnum er boðin, en segja svo við verkamennina að ekki sé hægt að hækka laun þeirra um meira en 3,3 prósent. „Það er allskonar tvískinnungur í þessum málflutningi og taktleysi og frá sjónarhorni verkalýðsfólks þá er þetta virðingarleysi við samstarfsfólk og viðmælendur í þessum kjaraviðræðum. Það er ekki litið á það sem samstarfsfólk heldur greinilega bara einhvern veikan aðila sem á að halda í skefjum,“ segir Sigurður. Það hafi líka verið taktlaust að bjóða starfsfólki íspinna fyrir að auka framleiðsluna. „Ég held að það hafi nú allir skilið það hvers vegna starfsfólki var mjög misboðið. Það hefði verið mun skárra að fá ekki neitt heldur en að fá íspinna. Þetta er svona hálfgerð niðurlæging. Það er verið að koma fram við fólk eins og börn eða bara kjána,“ segir Sigurður.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent