Enski boltinn

Liverpool að landa samningum við Skrtel og Ibe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Skrtel í leik gegn Manchester United.
Martin Skrtel í leik gegn Manchester United. Vísir/Getty
Samkvæmt fréttavef Sky Sports er Liverpool nálægt því að ganga frá nýjum samningum við þá Martin Skrtel og Jordan Ibe.

Skrtel á eitt ár eftir af sínum samningi en hann er 30 ára gamall. Hinn nítján ára Ibe er með samning við félagið nú sem gildir til 2017.

Jordan Henderson er við það að ganga frá nýjum fimm ára samningi við Liverpool en þeir Philippe Coutinho og Daniel Sturridge hafa þegar skrifað undir nýja langtímasamning við félagið.

Skrtel hafði verið orðaður við bæði Wolfsburg og Napoli og sagði sjálfur að hann væri ekki á leið frá Liverpool.

Ibe var í láni hjá Derby fyrir áramót og en miklar vonir eru bundnar við hann hjá forráðamönnum Liverpool.

Viðræður við Raheem Sterling eru hins vegar á bið sem stendur en hann hafnaði á dögunum samningstilboði frá Liverpool líkt og fjallað hefur verið um.


Tengdar fréttir

Sterling: Snýst ekki um peninga

Raheem Sterling, framherji Liverpool, hefur mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur. Framherjanum unga hefur verið boðinn nýr samningur, en hann hefur ekki enn samþykkt hann. Það fellur misvel í kramið hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Rodgers rólegur yfir samningaviðræðum Sterling

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist vera afar rólegur yfir því að Raheem Sterling sé ekki búinn að skrifa undir lengri samning við Bítlaborgarliðið. Núverandi samningur rennur út sumarið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×