Körfubolti

Einar Árni tekur við Þór Þorlákshöfn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Árni við undirritun samningsins.
Einar Árni við undirritun samningsins. mynd/facebook-síða þórs

Einar Árni Jóhannsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Þór Þorlákshöfn í Domino's deild karla í körfubolta.

Einar tekur við liðinu af Benedikt Guðmundssyni sem hafði stýrt Þór frá árinu 2010. Undir stjórn Benedikts komst Þór í lokaúrslitin 2012 þar sem liðið tapaði 3-1 fyrir Grindavík. Þórsarar enduðu í 7. sæti Domino's deildarinnar í vetur og féllu svo úr leik fyrir Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Einar hefur þjálfað í Njarðvík undanfarin ár, bæði meistaraflokk og yngri flokka. Hann stýrði Njarðvíkingum til meistaratitils árið 2006.

Þórsarar sömdu einnig við fjóra heimamenn í dag; Baldur Þór og Þorstein Má Ragnarssyni, Emil Karel Einarsson og Emil Karel Einarsson. Baldur verður einnig aðstoðarþjálfari Einars sem og styrktarþjálfari Þórsliðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.