Fjárfestar óttast verðbólgu í kjölfar kjarasamninga ingvar haraldsson skrifar 27. apríl 2015 11:24 Fjárfestar óttast hærri verðbólgu og því er aukin ásókn í verðtryggð skuldabréf í Kauphöll Íslands. vísir/gva Fjárfestar óttast að verðbólga muni aukast á næstunni vegna ólgunnar á vinnumarkaði og sækja þeir því í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Þetta kemur fram í markaðspunkti Arion banka. Verðtryggðra skuldabréf hefur skilað 6,4% ávöxtun það sem af er ári en óverðtryggð neikvæðri ávöxtun upp á -2,2%. „Verðlagning á skuldabréfum endurspeglar því vaxandi áhyggjur fjárfesta af verðbólgu sem gæti m.a. orsakast af því að launahækkanir verði umfram það svigrúm sem hagkerfið leyfir og að launakostnaði verði þrýst út í verðlag,“ segir í greiningu Arion banka. Bent er á að ekki sé búið að semja og því gæti staðan breyst verði samið um minni launahækkanir en búist er við. „Viðbrögð á markaði benda engu að síður til þess að vænst er aukinni verðbólgu og að hún fari umfram þolmörk Seðlabankans sem muni bregðast við með hækkun vaxta.“ Staðan nú gæti orðið svipuð og árið 2011 en þá var samið um almenna launahækkun upp á 11,4% yfir þriggja ára tímabil. „Í kjölfarið hækkaði ársverðbólgan úr 1,8% í janúar 2011 í 6,5% ári seinna. Árshækkun launavísitölunnar fór úr 4,4% í ársbyrjun 2011 í 9,1% ári seinna og Seðlabankinn hóf hækkun stýrivaxta í ágúst 2011,“ segir í greiningunni. Bent er á að Seðlabankinn muni líklega bregðast enn skjótar við launahækkunum nú en árið 2011 og leyfi raunvöxtum ekki að lækka að neinu ráði því framleiðsluslakinn sé að hverfa úr hagkerfinu, atvinnuleysi að minna og eftirspurnin sé meiri nú en árið 2011. Tengdar fréttir „Allir ættu að vera meðvitaðir um hvað verðtrygging felur í sér“ Tekist á um verðtryggingu fasteignaveðlána. 5. janúar 2015 14:25 Skuldir heimila gætu vaxið verulega með afnámi hafta Stjórnvöld hafa ekki sinnt því nægilega að undirbúa þjóðina undir hvað tekur við eftir afnám gjaldeyrishafta, að mati hagfræðings við HÍ. Hagfræðingar sammála um að umræðan þurfi að fara fram fyrir opnum tjöldum. 27. febrúar 2015 09:15 Ásókn í verðtryggt vegna kjaradeilna Deilur á vinnumarkaði hafa valdið því að fjárfestar sækja í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Markaðsaðilar óttast hækkandi verðbólgu. Þróunin gæti valdið lækkun vaxta verðtryggðra lána. 15. apríl 2015 08:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Fjárfestar óttast að verðbólga muni aukast á næstunni vegna ólgunnar á vinnumarkaði og sækja þeir því í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Þetta kemur fram í markaðspunkti Arion banka. Verðtryggðra skuldabréf hefur skilað 6,4% ávöxtun það sem af er ári en óverðtryggð neikvæðri ávöxtun upp á -2,2%. „Verðlagning á skuldabréfum endurspeglar því vaxandi áhyggjur fjárfesta af verðbólgu sem gæti m.a. orsakast af því að launahækkanir verði umfram það svigrúm sem hagkerfið leyfir og að launakostnaði verði þrýst út í verðlag,“ segir í greiningu Arion banka. Bent er á að ekki sé búið að semja og því gæti staðan breyst verði samið um minni launahækkanir en búist er við. „Viðbrögð á markaði benda engu að síður til þess að vænst er aukinni verðbólgu og að hún fari umfram þolmörk Seðlabankans sem muni bregðast við með hækkun vaxta.“ Staðan nú gæti orðið svipuð og árið 2011 en þá var samið um almenna launahækkun upp á 11,4% yfir þriggja ára tímabil. „Í kjölfarið hækkaði ársverðbólgan úr 1,8% í janúar 2011 í 6,5% ári seinna. Árshækkun launavísitölunnar fór úr 4,4% í ársbyrjun 2011 í 9,1% ári seinna og Seðlabankinn hóf hækkun stýrivaxta í ágúst 2011,“ segir í greiningunni. Bent er á að Seðlabankinn muni líklega bregðast enn skjótar við launahækkunum nú en árið 2011 og leyfi raunvöxtum ekki að lækka að neinu ráði því framleiðsluslakinn sé að hverfa úr hagkerfinu, atvinnuleysi að minna og eftirspurnin sé meiri nú en árið 2011.
Tengdar fréttir „Allir ættu að vera meðvitaðir um hvað verðtrygging felur í sér“ Tekist á um verðtryggingu fasteignaveðlána. 5. janúar 2015 14:25 Skuldir heimila gætu vaxið verulega með afnámi hafta Stjórnvöld hafa ekki sinnt því nægilega að undirbúa þjóðina undir hvað tekur við eftir afnám gjaldeyrishafta, að mati hagfræðings við HÍ. Hagfræðingar sammála um að umræðan þurfi að fara fram fyrir opnum tjöldum. 27. febrúar 2015 09:15 Ásókn í verðtryggt vegna kjaradeilna Deilur á vinnumarkaði hafa valdið því að fjárfestar sækja í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Markaðsaðilar óttast hækkandi verðbólgu. Þróunin gæti valdið lækkun vaxta verðtryggðra lána. 15. apríl 2015 08:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Allir ættu að vera meðvitaðir um hvað verðtrygging felur í sér“ Tekist á um verðtryggingu fasteignaveðlána. 5. janúar 2015 14:25
Skuldir heimila gætu vaxið verulega með afnámi hafta Stjórnvöld hafa ekki sinnt því nægilega að undirbúa þjóðina undir hvað tekur við eftir afnám gjaldeyrishafta, að mati hagfræðings við HÍ. Hagfræðingar sammála um að umræðan þurfi að fara fram fyrir opnum tjöldum. 27. febrúar 2015 09:15
Ásókn í verðtryggt vegna kjaradeilna Deilur á vinnumarkaði hafa valdið því að fjárfestar sækja í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Markaðsaðilar óttast hækkandi verðbólgu. Þróunin gæti valdið lækkun vaxta verðtryggðra lána. 15. apríl 2015 08:00