Lygi saksóknara er kjarni málsins Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. apríl 2015 07:56 Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella?
Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar