Lygi saksóknara er kjarni málsins Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. apríl 2015 07:56 Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella?
Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar