Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin aldrei verið eins léleg

Moyes vill sjá meiri samkeppni.
Moyes vill sjá meiri samkeppni. vísir/getty
David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, er ekki hrifinn af boltanum sem hann hefur séð í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Moyes er að þjálfa Real Sociedad á Spáni þessa dagana, eins og flestum ætti að vera kunnugt um, en hann fylgist vel með því sem er að gerast í enska boltanum.

„Ég hef ekki séð deildina svona lélega síðan hún var stofnuð," sagði Moyes grjótharður.

„Ef maður hugsar til baka um leikmennina sem hafa leikið listir sínar í deildinni þá sér maður það sama ekki í dag. Ég sé góð og góða leikmenn en samkeppnin er ekkert í líkingu við það sem áður var."

Moyes segir einnig að hann muni snúa aftur í enska boltann síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×