Enski boltinn

Það var bara "bíb, bíb, bíb" í hálfleik hjá Mourinho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba og John Terry eftir leik í kvöld.
Didier Drogba og John Terry eftir leik í kvöld. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sá sína menn koma níu og hálfum fingri á Englandsmeistaratitilinn eftir 3-1 útisigur á Leicester í kvöld.

Chelsea-liðið getur nú tryggt sér titilinn með því að vinna Crystal Palace um næstu helgi.

Útlitið var þó ekki alveg eins bjart í hálfleik þegar Leicester var 1-0 yfir.

„Ef ég segði í sjónvarpsviðtali hvað ég sagði við leikmennina í hálfleik þá yrði það vara  „bíb, bíb, bíb" eða alltof mörg bíb," sagði Jose Mourinho léttur í viðtalið við BBC eftir leik.

„Stamford Bridge er tilbúinn að fagna titlinum um næstu helgi. Við viljum vinna leikinn en það verður erfiður leikur. Stamford Bridge verður að vera tilbúinn að reka okkur áfram. Ég vona að stuðningsmennirnir spili leikinn með okkur. Við þurfum þeirra hjálp til að vinna titilinn á sunnudaginn," sagði Mourinho.

„Þetta var ekki leiðinlegt í kvöld. Það er ekki leiðinlegt að vera að tapa í hálfleik. Það er bara pressa. Það var frábært að sjá hvernig liðið spilaði í seinni hálfleiknum á móti mögulega besta liðinu sem við höfum mætt síðasta mánuðinn," sagði Mourinho

„Það bjuggust allir við því að við myndum tapa stigum á móti Arsenal og Manchester United í apríl. Apríl var hinsvegar mánuðurinn sem við fórum illa með mótherja okkar. Við unnum alla leiki nema þegar við gerðum jafntefli við Arsenal og ég er mjög ánægður. Nú þurfum við bara þrjú stig til viðbótar," sagði Mourinho kátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×