Formúla 1

Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton tókst að vinna og ná sálfræðilegu forskoti á liðsfélaga sinn í dag.
Lewis Hamilton tókst að vinna og ná sálfræðilegu forskoti á liðsfélaga sinn í dag. Vísir/Getty
Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína. Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams.

„Ég hugsaði bara um að halda bilinu á milli mín og Nico (Rosberg) svo vildi ég spara dekkinn og nota þau á réttum tíma. Það var ekki eins gaman að klára keppnina undir öryggisbílnum,“ sagði Hamilton. 

„Það er ekki gaman að vera annar en við gerðum þetta rétt í dag. Við erum ánægðir með bilið í Ferrari,“ sagði Rosberg. Hann bætti svo við „Lewis ók fáránlega hægt og óþarflega hægt.“

Hamilton svaraði svo fyrir sig og sagði „það er ekki mitt hlutverk að passa upp á Nico og hans keppni. Ég var að spara dekkin og passa upp á mig.“

„Ég er spenntur að heyra hvað Nico hefur að segja á fundinum á eftir,“ bætti Hamilton við.

„Það er staðreynd að keppnin mín varð fyrir skaða vegna þess hvernig Lewis ók. Lewis hugsaði um sinn hag en ekki liðsins í heild. Hann ók fáránlega hægt og þá lenti ég í vandræðum með Sebastian. Ég hefði ekkert grætt á að reyna að komast fram úr. Ég hefði bara skemmt dekkin. Hvort hann gerði þetta viljandi eða ekki ég veit það ekki. Það þarf að ræða þetta og það verður gert núna,“ sagði Rosberg afar uppstökkur.

Sálfræðistríðið virðist byrja snemma í ár.

„Það er gott að komast á verðlaunapall. Vonandi getum við minnkað bilið í Mercedes. En við erum búin að ná í þrjá verðlaunapalla af þremur svo það er nokkuð gott,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum.



„Án öryggisbílsins hefði ég hugsanlega getað reynt að taka fram úr Sebastian. En liðið náði öllu sem hægt var í dag. Við munum ná Mercedes, við erum ánægð með hvar við enduðum í dag,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsti sjötti en endaði fjórði.

„Ég lofaði engum að vinna í dag. Mercedes átti skilið að vinna. Kimi átti mun besta daginn á tímabilinu í dag,“ sagði Maurizio Arrivabene, keppnisstjóri Ferrari.

„Auðvitað er gaman að keppa að einhverju og taka fram úr. Minn uppáhalds fram úr akstur var þegar ég tók fram úr Ericsson. Þetta var gaman á meðan var,“ sagði Max Verstappen um keppnina, hann átti afbragðs dag þangað til vélin sprakk.




Tengdar fréttir

Hamilton hraðastur í dag

Lewis Hamilton var hraðastur á báðum æfingum dagsins fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fer á Sjanghæ brautinni um helgina.

Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig

Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari.

Hamilton á ráspól í Kína

Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.

Lewis Hamilton kóngurinn í Kína

Lewis Hamilton var afar sannfærandi í Mercedes bílnum í dag og það virtist enginn geta ógnað honum af neinni alvöru. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×