Formúla 1

Rosberg: Vettel getur hjálpað mér að verða meistari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Fögnuður á verðlaunapallinum eftir Malasíu kappasturinn. Hamilton, Vettel og Rosberg frussa freyðivíninu.
Fögnuður á verðlaunapallinum eftir Malasíu kappasturinn. Hamilton, Vettel og Rosberg frussa freyðivíninu. Vísir/Getty
Nico Rosberg trúir því að Sebastian Vettel geti átt stóran þátt í að aðstoða hann í að vinna heimsmeistaratitil ökumanna með því að ræna stigum af Lewis Hamilton.

Ferrari ökumaðurinn vann í Malasíu og minnkaði því muninn sem Hamilton gat myndað á milli sín og liðsfélagans, Rosberg.

„Vettel getur hjálpað, já. Hann hjálpaði strax í Malasíu í vissum skilningi vegna þess að Lewis fékk aðeins þremur stigum meira en ég þar en ekki sjö eins og hann hefði fengið ef Vettel hefði ekki unnið,“ sagði Rosberg.

„Þetta veltur á mörgu. Hann gæti líka orðið stórt vandamál ef hann heldur áfram að vinna,“ sagði Rosberg.

„Það kom okkur á óvart að hann vann; áfall er sennilega of sterkt orð en ekki langt frá því. Við bjuggumst alls ekki við þessu. Við vorum virkilega öruggir með að við værum fljótastir að þetta var mikil uppvakning fyrir okkur. Maður finnur það á liðinu, við höfum ferskan innblástur, sem er gott því við munum leggja meira á okkur en áður,“ bætti Rosberg við.

„Ég vil vinna svo auðvitað er ekki gott að Sebastian vann í Malasíu og ég vona að ég vinni hann og Lewis hér (í Kína). Ég er viss um að við erum með betri bíl en í Malasíu. Ég býst við því að við verðum aftur fljótastir hér,“ sagði Rosberg að lokum.


Tengdar fréttir

Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig

Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari.

Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu

Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.

Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt

Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×