Formúla 1

Hamilton á ráspól í Kína

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton var fljótastur í dag.
Hamilton var fljótastur í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.

Fyrsta lotan var róleg, brautin var betri og betri eftir því sem leið á. Báðir McLaren bílarnir duttu út í næstu lotu. Manor ökumennirnir voru báðir innan við 107% og því ættu báðir bílar að vera með í keppninni á morgun.

Mercedes virtist hafa lært af tímatökunni í Malasíu. Mercedes sparaði hraðari kepnisdekkin í fyrstu lotu tímatökunnar. Ferrari hins vegar þurfti að fórna einu setti af mjúkum dekkjum á hvern ökumann til að vera örugglega með í næstu lotu en þeir enduðu efstir í lotunni.

Í annari lotu voru Mercedes menn komnir á mjúk dekk og orðnir fljótastir. Ferrari var skammt undan, Vettel varð þriðji, um hálfri sekúndu á eftir fljótasta manni, Hamilton. Kimi Raikkonen var fjórði tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Vettel.

Sauber kom báðum bílunum í þriðju lotu í fyrsta skipti síðan í bandaríska kappakstrinum 2013.

Felipe Nasr sýndi aftur að hann á heima í Formúlu 1 í dag með flottri frammistöðu.Vísir/Getty
Hamilton setti í fystu tilraun í þriðju lotu gríðarlega góðan tíma sem honum tókst ekki að bæta. Rosberg var þriðjung úr sekúndu á eftir Hamilton. Ferrari menn voru hvergi nærri til að byrja með en svo kom tókst Vettel að nálgast undir lokinn og ná þriðja sæti.

Bein útsending hefst frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 5:30 í fyrramálið.

Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af Sjanghæ brautinni í Kína.




Tengdar fréttir

Hamilton hraðastur í dag

Lewis Hamilton var hraðastur á báðum æfingum dagsins fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fer á Sjanghæ brautinni um helgina.

Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig

Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari.

Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu

Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×