Körfubolti

Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tómas Heiðar Holton spilar með Stjörnunni næstu árin. Hér er hann með Hrafni þjálfara.
Tómas Heiðar Holton spilar með Stjörnunni næstu árin. Hér er hann með Hrafni þjálfara. Vísir/Ernir
Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta fengu í dag mikinn liðsstyrk sem kynntur var á blaðamannafundi í Stjörnuheimilinu.

Liðið gekk frá samningi við skotbakvörðinn Tómas Heiðar Tómasson en hann kemur til Garðbæjarliðsins frá Þór í Þorlákshöfn.

Tómas Heiðar spilaði frábærlega í vetur og komst í 50-50-90-klúbbinn með því að hitta úr 56 prósent skota sinna í teignum, 50 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og vera með 93 prósent vítanýtingu.

Þessi 23 ára gamli skotbakvörður skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik í vetur, tók 3,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar. Hann hefur spilað með Þór í Þorlákshöfn undanfarin tvö tímabil en lék áður með uppeldisfélagi sínu Fjölni í Grafarvogi.

Tómas Heiðar er mikill fengur fyrir Stjörnuna, en mörg lið höfðu áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Hann kemur til með að fylla í skarðið sem Dagur Kár Jónsson skilur eftir sig, en Dagur Kár er á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×