Lánshæfismat Grikkja fallið í ruslflokk ingvar haraldsson skrifar 16. apríl 2015 11:43 Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja, fyrir miðri mynd. Gríska ríkið þarf nauðsynlega að finna lausn á skuldavanda sínum á næstunni, annars blasir gjaldþrot við. vísir/ Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors´s hefur lækkað lánshæfismat gríska ríkisins niður í ruslflokk. The Telegraph greinir frá. Fyrirtækið telur skuldastöðu gríska ríkisins vera ósjálfbæra þar sem stefni í 1,5 prósenta neikvæðan hagvöxt á þessu ári. Því verði ómögulegt verði fyrir gríska ríkið að skila afgangi líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Lánshæfiseinkunn Grikkja var lækkuð úr B- í CCC+ með neikvæðar horfur. Fjárlagahalli gríska ríkisins nam 3,5 prósentum af landsframleiðslu árið 2014 sem er langt umfram áætlun um 0,8 prósenta halla. Halli á rekstri gríska ríkisins hefur þó minnkað að undanförnu. Gríska ríkið var rekið með 1 milljarðs evra halla í janúar og febrúar ef vaxtagreiðslur eru undanskildar samanborið við 3,17 milljarða evra halla á sama tímabili árið 2014. Lausafé að klárast og gjaldþrot yfirvofandi Lausafé gríska ríkisins er við það að klárast en landið hefur ekki fengið ný lán síðan í ágúst á síðasta ári. Því var farið fram á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að fá að fresta lánagreiðslum til sjóðsins en stórir gjalddagar við sjóðinn verða í maí og júní. Því var hafnað samkvæmt frétt Financial Times.Ávöxtunarkrafa á grísk ríkiskuldabréf hefur hækkað verulega undanfarna daga og hefur ekki verið hærri síðan árið 2012 þar sem fjárfestar óttast gjaldþrot gríska ríkisins. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors´s hefur lækkað lánshæfismat gríska ríkisins niður í ruslflokk. The Telegraph greinir frá. Fyrirtækið telur skuldastöðu gríska ríkisins vera ósjálfbæra þar sem stefni í 1,5 prósenta neikvæðan hagvöxt á þessu ári. Því verði ómögulegt verði fyrir gríska ríkið að skila afgangi líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Lánshæfiseinkunn Grikkja var lækkuð úr B- í CCC+ með neikvæðar horfur. Fjárlagahalli gríska ríkisins nam 3,5 prósentum af landsframleiðslu árið 2014 sem er langt umfram áætlun um 0,8 prósenta halla. Halli á rekstri gríska ríkisins hefur þó minnkað að undanförnu. Gríska ríkið var rekið með 1 milljarðs evra halla í janúar og febrúar ef vaxtagreiðslur eru undanskildar samanborið við 3,17 milljarða evra halla á sama tímabili árið 2014. Lausafé að klárast og gjaldþrot yfirvofandi Lausafé gríska ríkisins er við það að klárast en landið hefur ekki fengið ný lán síðan í ágúst á síðasta ári. Því var farið fram á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að fá að fresta lánagreiðslum til sjóðsins en stórir gjalddagar við sjóðinn verða í maí og júní. Því var hafnað samkvæmt frétt Financial Times.Ávöxtunarkrafa á grísk ríkiskuldabréf hefur hækkað verulega undanfarna daga og hefur ekki verið hærri síðan árið 2012 þar sem fjárfestar óttast gjaldþrot gríska ríkisins.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira