Pandora í háskerpu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2015 09:38 Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. VÍSIR/GEARBOX Segjum sem svo að þú hafir ekki spilað Borderlands 2 eða Borderlands: The Pre-Sequel. Ólíklegt veit ég enda með áhugaverðustu leikjum síðustu ára. En ef svo er þá er The Handsome Collection einstakt tækifæri til að vaða í gegnum byssuóðan frumskóg Borderlands-söguheimsins. Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. Tveir leikir, ógrynni af aukaefni og allt í skínandi 1080p háskerpu 60 römmum á sekúndu. Spilarar leiða frækinn hóp málaliða í leit að fjársjóði plánetunnar Pandoru og slátra um leið trylltum uppreisnarmönnum og ófreskjum af öllum toga. Spilunin er stórkostleg og fáir fyrstu persónu skotleikir hafa lagt jafn mikinn metnað í að færa spilurum frumlega og umfram allt skemmtilega upplifun. Því miður er fyrsti Borderlandsleikurinn ekki innifalinn og minniháttar frásagnarleg feilspor leikjanna eru enn til staðar. Fjölspilunin er ágæt en þegar tveir spilarar deila skjá á rammatíðni til með að falla snögglega. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið
Segjum sem svo að þú hafir ekki spilað Borderlands 2 eða Borderlands: The Pre-Sequel. Ólíklegt veit ég enda með áhugaverðustu leikjum síðustu ára. En ef svo er þá er The Handsome Collection einstakt tækifæri til að vaða í gegnum byssuóðan frumskóg Borderlands-söguheimsins. Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. Tveir leikir, ógrynni af aukaefni og allt í skínandi 1080p háskerpu 60 römmum á sekúndu. Spilarar leiða frækinn hóp málaliða í leit að fjársjóði plánetunnar Pandoru og slátra um leið trylltum uppreisnarmönnum og ófreskjum af öllum toga. Spilunin er stórkostleg og fáir fyrstu persónu skotleikir hafa lagt jafn mikinn metnað í að færa spilurum frumlega og umfram allt skemmtilega upplifun. Því miður er fyrsti Borderlandsleikurinn ekki innifalinn og minniháttar frásagnarleg feilspor leikjanna eru enn til staðar. Fjölspilunin er ágæt en þegar tveir spilarar deila skjá á rammatíðni til með að falla snögglega.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið