Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 26-28 | Kærkominn sigur Eyjamanna Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 2. apríl 2015 00:01 Vísir/Þórdís Inga ÍBV fagnaði sínum fyrsta sigri síðan 9. mars þegar liðið lagði FH, 26-28, í Kaplakrika í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta. Þar með er það ljóst að FH mætir grönnum sínum í Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á meðan Eyjamenn mæta Aftureldingu. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og breyttu stöðunni úr 6-6 í 10-6. Hornamaðurinn Þorgeir Björnsson skoraði þrjú af þessum fjórum mörkum, þar af tvö eftir hraðaupphlaup. Þessi snaggaralegi hornamaður var markahæstur Hafnfirðinga í hálfleik með fjögur mörk en hann skoraði alls sjö mörk og var besti maður FH í kvöld. Eyjamenn skoruðu tvö mörk í röð og minnkuðu muninn í 10-8 en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og náðu aftur fjögurra marka forystu, 12-8. En lokamínútur fyrri hálfleiks voru eign ÍBV sem skoraði fimm af síðustu sex mörkum hálfleiksins. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Eyjamenn héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust þremur mörkum yfir, 13-16. Sóknarleikur FH var mjög stirður framan af seinni hálfleik en það tók liðið sjö mínútur að skora sitt fyrsta mark í honum. Það gerði Magnús Óli Magnússon en það var fyrsta mark hans frá því í upphafi leiks. Magnús fann sig ekki í leiknum en sömu sögu er að segja af Ásbirni Friðrikssyni og Ísak Rafnssyni. FH-ingar mega einfaldlega ekki við því að þeir þrír spili undir pari í sókninni eins og í kvöld. FH jafnaði metin í 16-16 en þá tóku Eyjamenn aftur við sér og náðu forystunni á ný. Einar Sverrisson hrökk heldur betur í gang í liði ÍBV og skoraði fjögur mörk í röð fyrir gestina, öll með skotum utan af velli. Selfyssingurinn átti einn sinn besta leik í vetur og var markahæstur í liði Eyjamanna í kvöld með níu mörk. Theodór Sigurbjörnsson kom næstur með átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Með Einar og Theodór í broddi fylkingar keyrðu gestirnir úr Eyjum hreinlega yfir FH-inga á lokakafla leiksins og náðu mest sex marka forystu, 22-28. Heimamenn löguðu stöðuna aðeins undir lokin en niðurstöðu leiksins varð ekki breytt. Lokatölur 26-28, ÍBV í vil.Andri Berg: Fannst við varla leggja okkur fram Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, var afar vonsvikinn með spilamennsku Fimleikafélagsins í tapinu fyrir ÍBV í kvöld. "Þetta var dapurt af okkar hálfu. Mér fannst við varla leggja okkur fram í þessum leik og ég er mjög svekktur," sagði Andri en hann var markahæstur í FH í kvöld ásamt Þorgeiri Björnssyni. Þeir skoruðu báðir sjö mörk. "Við vorum með þá í fyrri hálfleik og komust fjórum mörkum yfir en svo gerðum við okkur seka um aga- og einbeitingarleysi," bætti Andri við en Eyjamenn keyrðu yfir FH-inga á lokakafla leiksins. "Þeir voru ákveðnari í að vinna leikinn en við, eins ótrúlega og það hljómar í síðustu umferð. Það var málið, þeir ætluðu sér meira að vinna þetta en við." FH endaði tímabilið í 4. sæti Olís-deildarinnar en Andra og félaga bíður rimma við Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. En hvernig líst Andra á Hafnarfjarðarslaginn við Hauka? "Mér líst mjög vel á hann og þeir eru verðugir mótherjar. Við eigum harma að hefna frá síðasta leik," sagði Andri og vísaði til 13 marka stórtaps FH gegn Haukum 5. mars síðastliðinn. Ljóst er að FH-ingar þurfa að gera betur gegn erkifjendum sínum en fyrir mánuði ætli þeir sér að komast áfram í undanúrslit.Einar: Förum jákvæðir inn í úrslitakeppnina "Þetta var mjög gott. Það er þungu fargi af manni létt," sagði Einar Sverrisson, skytta ÍBV, í samtali við Vísi eftir sigur Eyjamanna á FH í kvöld. Þetta var fyrsti sigur ÍBV frá 5. mars og því voru stigin tvö afar kærkomin. "Þetta hefur verið þungt undanfarið en það er gott að enda á sigri. Þetta var klassasigur og við förum jákvæðir inn í úrslitakeppnina," sagði Einar en Eyjamenn mæta Aftureldingu í fyrstu umferð hennar. En hvað fannst honum breytast í kvöld frá síðustu leikjum ÍBV? "Við spiluðum saman sem lið, sem við höfum ekki gert upp á síðkastið. Við stóðum allir saman í vörninni en ef hún er ekki í lagi erum við úti að aka. Vörnin skóp þennan sigur í kvöld," sagði Einar sem var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk. "Þetta var stöngin inn hjá mér í dag. Maður finnur sig betur ef maður skorar 1-2 mörk snemma leiks. Sjálfstraustið jókst og ég lét bara vaða og það var allt inni hjá mér." Sem áður sagði mæta Íslandsmeistararnir Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvernig sú viðureign legðist í Einar og félaga? "Bara ágætlega. Þetta eru allt sterk lið og eins og sést hefur í vetur geta allir unnið alla. Þetta eiga eftir að verða hörkuleikir," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
ÍBV fagnaði sínum fyrsta sigri síðan 9. mars þegar liðið lagði FH, 26-28, í Kaplakrika í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta. Þar með er það ljóst að FH mætir grönnum sínum í Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á meðan Eyjamenn mæta Aftureldingu. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og breyttu stöðunni úr 6-6 í 10-6. Hornamaðurinn Þorgeir Björnsson skoraði þrjú af þessum fjórum mörkum, þar af tvö eftir hraðaupphlaup. Þessi snaggaralegi hornamaður var markahæstur Hafnfirðinga í hálfleik með fjögur mörk en hann skoraði alls sjö mörk og var besti maður FH í kvöld. Eyjamenn skoruðu tvö mörk í röð og minnkuðu muninn í 10-8 en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og náðu aftur fjögurra marka forystu, 12-8. En lokamínútur fyrri hálfleiks voru eign ÍBV sem skoraði fimm af síðustu sex mörkum hálfleiksins. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Eyjamenn héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust þremur mörkum yfir, 13-16. Sóknarleikur FH var mjög stirður framan af seinni hálfleik en það tók liðið sjö mínútur að skora sitt fyrsta mark í honum. Það gerði Magnús Óli Magnússon en það var fyrsta mark hans frá því í upphafi leiks. Magnús fann sig ekki í leiknum en sömu sögu er að segja af Ásbirni Friðrikssyni og Ísak Rafnssyni. FH-ingar mega einfaldlega ekki við því að þeir þrír spili undir pari í sókninni eins og í kvöld. FH jafnaði metin í 16-16 en þá tóku Eyjamenn aftur við sér og náðu forystunni á ný. Einar Sverrisson hrökk heldur betur í gang í liði ÍBV og skoraði fjögur mörk í röð fyrir gestina, öll með skotum utan af velli. Selfyssingurinn átti einn sinn besta leik í vetur og var markahæstur í liði Eyjamanna í kvöld með níu mörk. Theodór Sigurbjörnsson kom næstur með átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Með Einar og Theodór í broddi fylkingar keyrðu gestirnir úr Eyjum hreinlega yfir FH-inga á lokakafla leiksins og náðu mest sex marka forystu, 22-28. Heimamenn löguðu stöðuna aðeins undir lokin en niðurstöðu leiksins varð ekki breytt. Lokatölur 26-28, ÍBV í vil.Andri Berg: Fannst við varla leggja okkur fram Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, var afar vonsvikinn með spilamennsku Fimleikafélagsins í tapinu fyrir ÍBV í kvöld. "Þetta var dapurt af okkar hálfu. Mér fannst við varla leggja okkur fram í þessum leik og ég er mjög svekktur," sagði Andri en hann var markahæstur í FH í kvöld ásamt Þorgeiri Björnssyni. Þeir skoruðu báðir sjö mörk. "Við vorum með þá í fyrri hálfleik og komust fjórum mörkum yfir en svo gerðum við okkur seka um aga- og einbeitingarleysi," bætti Andri við en Eyjamenn keyrðu yfir FH-inga á lokakafla leiksins. "Þeir voru ákveðnari í að vinna leikinn en við, eins ótrúlega og það hljómar í síðustu umferð. Það var málið, þeir ætluðu sér meira að vinna þetta en við." FH endaði tímabilið í 4. sæti Olís-deildarinnar en Andra og félaga bíður rimma við Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. En hvernig líst Andra á Hafnarfjarðarslaginn við Hauka? "Mér líst mjög vel á hann og þeir eru verðugir mótherjar. Við eigum harma að hefna frá síðasta leik," sagði Andri og vísaði til 13 marka stórtaps FH gegn Haukum 5. mars síðastliðinn. Ljóst er að FH-ingar þurfa að gera betur gegn erkifjendum sínum en fyrir mánuði ætli þeir sér að komast áfram í undanúrslit.Einar: Förum jákvæðir inn í úrslitakeppnina "Þetta var mjög gott. Það er þungu fargi af manni létt," sagði Einar Sverrisson, skytta ÍBV, í samtali við Vísi eftir sigur Eyjamanna á FH í kvöld. Þetta var fyrsti sigur ÍBV frá 5. mars og því voru stigin tvö afar kærkomin. "Þetta hefur verið þungt undanfarið en það er gott að enda á sigri. Þetta var klassasigur og við förum jákvæðir inn í úrslitakeppnina," sagði Einar en Eyjamenn mæta Aftureldingu í fyrstu umferð hennar. En hvað fannst honum breytast í kvöld frá síðustu leikjum ÍBV? "Við spiluðum saman sem lið, sem við höfum ekki gert upp á síðkastið. Við stóðum allir saman í vörninni en ef hún er ekki í lagi erum við úti að aka. Vörnin skóp þennan sigur í kvöld," sagði Einar sem var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk. "Þetta var stöngin inn hjá mér í dag. Maður finnur sig betur ef maður skorar 1-2 mörk snemma leiks. Sjálfstraustið jókst og ég lét bara vaða og það var allt inni hjá mér." Sem áður sagði mæta Íslandsmeistararnir Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvernig sú viðureign legðist í Einar og félaga? "Bara ágætlega. Þetta eru allt sterk lið og eins og sést hefur í vetur geta allir unnið alla. Þetta eiga eftir að verða hörkuleikir," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira