Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. apríl 2015 22:30 Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. „Það er hellingsreynsla í þessu liði og hellingshæfileiki. Þessir ungu strákar eru ekkert ungir lengur. Þeir voru með okkur í 1. deildinni í fyrra og hafa fengið mikla reynslu í vetur. Það er alveg sama hvaða kappa þjálfarinn setur inná, það eru allir tilbúnir," segir Helgi Freyr. „Ef þú fylgist með bekknum hjá okkur þá sérðu að strákarnir á endanum eru jafn tilbúnir að koma inn á eins og strákarnir sem eru fremst. Þeir vita aldrei hver á að koma inná næst og þessir strákar eru búnir að sanna sig í vetur." Þrátt fyrir að þið hafið fengið frí eftir að hafa sópað Þór Þorlákshöfn út úr keppni í 8-liða úrslitum var ekkert ryð í ykkur, þið voruð hungraðir í að spila körfubolta. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fá ákveðið tækifæri hérna. Við erum nokkrir búnir að vera ansi lengi í þessu en Svavar Birgisson er sá eini í liðinu sem hefur komist þetta langt áður. Skilaboð okkar til ungu strákanna; þið fáið ekki þetta tækifæri alltof oft og við skulum nýta það. Nú tökum við þetta alla leið." Umgjörðin er glæsilegt og stemningin mikil, hve gaman er að taka þátt í þessu ævintýri? „Þetta er bara algjör snilld. Þú sérð það bara, það er allur fjörðurinn iðandi og við fáum fólk úr öðrum sveitarfélögum á leikina. Ég held að það sé hvergi eins góð umgjörð um körfubolta og hérna. Við erum með einhverja flottustu stuðningsmannasveit á landinu. „Þeir eru ekki bara að mæta á leikina í úrslitakeppninni. Þeir eru með lög um hvern leikmann og alla dómarana og þeir eru jákvæðir. Það eru svo rosalega margir á bak við þetta, ekki örfáir í baklandinu heldur allur bærinn. Það er ekkert félag á landinu með svona bakland." Viðtalið við Helga má sjá í heild sinni hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. „Það er hellingsreynsla í þessu liði og hellingshæfileiki. Þessir ungu strákar eru ekkert ungir lengur. Þeir voru með okkur í 1. deildinni í fyrra og hafa fengið mikla reynslu í vetur. Það er alveg sama hvaða kappa þjálfarinn setur inná, það eru allir tilbúnir," segir Helgi Freyr. „Ef þú fylgist með bekknum hjá okkur þá sérðu að strákarnir á endanum eru jafn tilbúnir að koma inn á eins og strákarnir sem eru fremst. Þeir vita aldrei hver á að koma inná næst og þessir strákar eru búnir að sanna sig í vetur." Þrátt fyrir að þið hafið fengið frí eftir að hafa sópað Þór Þorlákshöfn út úr keppni í 8-liða úrslitum var ekkert ryð í ykkur, þið voruð hungraðir í að spila körfubolta. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fá ákveðið tækifæri hérna. Við erum nokkrir búnir að vera ansi lengi í þessu en Svavar Birgisson er sá eini í liðinu sem hefur komist þetta langt áður. Skilaboð okkar til ungu strákanna; þið fáið ekki þetta tækifæri alltof oft og við skulum nýta það. Nú tökum við þetta alla leið." Umgjörðin er glæsilegt og stemningin mikil, hve gaman er að taka þátt í þessu ævintýri? „Þetta er bara algjör snilld. Þú sérð það bara, það er allur fjörðurinn iðandi og við fáum fólk úr öðrum sveitarfélögum á leikina. Ég held að það sé hvergi eins góð umgjörð um körfubolta og hérna. Við erum með einhverja flottustu stuðningsmannasveit á landinu. „Þeir eru ekki bara að mæta á leikina í úrslitakeppninni. Þeir eru með lög um hvern leikmann og alla dómarana og þeir eru jákvæðir. Það eru svo rosalega margir á bak við þetta, ekki örfáir í baklandinu heldur allur bærinn. Það er ekkert félag á landinu með svona bakland." Viðtalið við Helga má sjá í heild sinni hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41