Jack Nicklaus fór holu í höggi | Sjáðu augnablikið Kári Örn Hinriksson skrifar 8. apríl 2015 22:45 Kevin Streelman og Ethan Couch sigruðu par-3 holu keppnina. Getty Það eru margar skemmtilegar hefðir í kring um Masters mótið og ein af þeim er par-3 holu keppnin sem ávalt er haldin degi fyrir mótið sjálft. Margir þátttakendur í Masters mótinu taka þátt ásamt fyrrum sigurvegurum og öðrum þekktum nöfnum úr golfíþróttinni og stemningin í kring um mótið því oft mjög skemmtileg. Það voru þeir Camilo Villegas og Kevin Streelman sem léku best en þeir léku holurnar níu á fimm höggum undir pari. Streelman sigraði svo í bráðabana sem var afar spennandi en kylfusveinnin hans í mótinu í dag var 13 ára strákur með ólæknandi krabbamein, Ethan Couch, sem fékk ósk sína uppfyllta um að taka þátt í Masters.Tiger Woods mætti einnig til leiks en hann tekur sjaldnast þátt í keppninni. Hann gerði þó undantekningu á því í ár og mætti ásamt kærustu sinni Lindsey Vonn og börnunum sínum, Sam sem er sjö ára og Charlie sem er sex ára.Gullbjörninn fór holu í höggi Þá fékk Rory McIlroy vin sinn úr strákahljómsveitinni One Direction, Niall Horan, til þess að vera kylfusveinn fyrir sig og virtust þeir félagar skemmta sér vel. Það var þó hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus sem stal senunni með því að fara holu í höggi á fjórðu holu en hann lék í holli með öðrum gömlum snillingum, Ben Crenshaw og Gary Player. Nicklaus, eða „Gullbjörninn“ eins og hann er oftast kallaður sigraði á sínum tíma sex sinnum á Masters mótinu en lukkan virðist enn vera með honum á Augusta National. Það sem gerir draumahögg Nicklaus enn merkilegra er sú staðreynd að í viðtali við Scott Van Pelt, íþróttafréttamann ESPN í gær, spáði hann því að hann myndi fara holu í höggi í mótinu í dag. Masters mótið hefst svo fyrir alvöru á morgun en útsending frá Golfstöðinni hefst klukkan 19:00.Watch the #par3contest holes-in-one from @jacknicklaus, @TrevorImmelman, @Afidominguez, and @CamiloVillegasR https://t.co/dvRqkvdri5— Masters Tournament (@TheMasters) April 8, 2015 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það eru margar skemmtilegar hefðir í kring um Masters mótið og ein af þeim er par-3 holu keppnin sem ávalt er haldin degi fyrir mótið sjálft. Margir þátttakendur í Masters mótinu taka þátt ásamt fyrrum sigurvegurum og öðrum þekktum nöfnum úr golfíþróttinni og stemningin í kring um mótið því oft mjög skemmtileg. Það voru þeir Camilo Villegas og Kevin Streelman sem léku best en þeir léku holurnar níu á fimm höggum undir pari. Streelman sigraði svo í bráðabana sem var afar spennandi en kylfusveinnin hans í mótinu í dag var 13 ára strákur með ólæknandi krabbamein, Ethan Couch, sem fékk ósk sína uppfyllta um að taka þátt í Masters.Tiger Woods mætti einnig til leiks en hann tekur sjaldnast þátt í keppninni. Hann gerði þó undantekningu á því í ár og mætti ásamt kærustu sinni Lindsey Vonn og börnunum sínum, Sam sem er sjö ára og Charlie sem er sex ára.Gullbjörninn fór holu í höggi Þá fékk Rory McIlroy vin sinn úr strákahljómsveitinni One Direction, Niall Horan, til þess að vera kylfusveinn fyrir sig og virtust þeir félagar skemmta sér vel. Það var þó hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus sem stal senunni með því að fara holu í höggi á fjórðu holu en hann lék í holli með öðrum gömlum snillingum, Ben Crenshaw og Gary Player. Nicklaus, eða „Gullbjörninn“ eins og hann er oftast kallaður sigraði á sínum tíma sex sinnum á Masters mótinu en lukkan virðist enn vera með honum á Augusta National. Það sem gerir draumahögg Nicklaus enn merkilegra er sú staðreynd að í viðtali við Scott Van Pelt, íþróttafréttamann ESPN í gær, spáði hann því að hann myndi fara holu í höggi í mótinu í dag. Masters mótið hefst svo fyrir alvöru á morgun en útsending frá Golfstöðinni hefst klukkan 19:00.Watch the #par3contest holes-in-one from @jacknicklaus, @TrevorImmelman, @Afidominguez, and @CamiloVillegasR https://t.co/dvRqkvdri5— Masters Tournament (@TheMasters) April 8, 2015
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira