Enski boltinn

Kane verður í byrjunarliðinu á móti Ítalíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane hefur slegið í gegn í vetur.
Harry Kane hefur slegið í gegn í vetur. vísir/gety
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti í dag að Harry Kane, framherji Tottenham, verður í byrjunarliðinu á móti Ítalíu í vináttuleiknum annað kvöld.

Kane spilaði sinn fyrsta landsleik á föstudagskvöldið þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Litháen í undankeppni EM 2016 og skoraði eftir 79 sekúndur.

„Ég er búinn að velja liðið en ég gef það ekki upp. Harry Kane mun þó byrja og Wayne Rooney verður fyrirliði,“ sagði Hodgson við fréttamenn í dag.

Margir leikmenn hafa dregið sig úr hópnum vegna meiðsla og er ljós að minni spámenn fá tækifæri á móti Ítölum.

„Þetta er tækifæri til að líta til anarra leikmanna en þið verðið að bíða þangað til að morgun til að sjá byrjunarliðið,“ sagði Roy Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×