Fótbolti

Leikmenn Roma þurftu að róa stuðningsmennina | Myndir

Daniele de Rossi ræðir við reiða stuðningsmenn.
Daniele de Rossi ræðir við reiða stuðningsmenn. vísir/afp
Stuðningsmenn Roma voru sturlaðir af reiði eftir að þeirra lið féll úr leik í Evrópudeildinni í gær.

Fiorentina kom á heimavöll Roma og vann magnaðan 0-3 sigur og fór áfram, 4-1, samanlagt.

Stuðningsmenn hótuðu því að fara inn á völlinn og gera allt brjálað. Einhverjir fóru svo fram á að leikmenn liðsins færu úr treyjunum því þeir ættu ekki skilið að klæðast treyjunni.

Fyrirliðinn Francesco Totti fór síðan fyrir sínu liði er þeir gengu upp að áhorfendum, báðust afsökunar og reyndu að róa þá.

Það gekk ágætlega og allt fór nú vel að lokum.

Florenzo hættir sér alla leið.vísir/afp
Totti segir mönnum að róa sig.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×