Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 19:16 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15