Twitter tekur á hefndarklámi Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2015 12:08 Hefndarklám hefur víða verið tekið hörðum tökum síðustu misseri. Vísir/getty Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira