Heilaskaði og tjáskipti Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 16. mars 2015 16:33 Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar