Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2015 20:15 Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni. Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni.
Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30
Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00
Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38