Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2015 20:15 Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni. Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni.
Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30
Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00
Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38