Klám og ristruflun sigga dögg skrifar 17. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Klám er vinsælt rannsóknarefni, meira að sega á Íslandi. Nýleg rannsókn kannaði hvort klámáhorf gæti valdið ristruflunum. Meðalaldur karlmanna var um 23 ára og voru þeir gagnkynhneigðir. Rannsakendur könnuðu hversu mörgum tímum á viku þeir eyddi í að horfa á klám og hvort eða hvernig það hefði áhrif á risgetu þeirra, bæði í einrúmi og með maka, og kynlöngun. Niðurstöður sýndu ekki að klám hefði áhrif á getuna til að ná typpinu í fullt ris. Það var ekki tenging á milli fjölda klukkustunda sem var eytt í að horfa á klám og getunnar til að ná typpinu upp. Þá var kannað hvort að þeir sem horfðu á meira klám upplifðu minni kynlöngun en það hefur oft verið talað um viðvana þegar kemur að klámáhorfi og að því meira sem þú horfir á klám því meira þarftu að því. NIðurstöður þessarar rannsóknar voru ekki á þann veg. Það var einmitt öfugt, þeir sem horfðu meira á klám voru með aukna kynlöngun. Það gilti bæði í tengslum við sjálfsfróun og kynlíf með annarri manneskju. Hvort það sé vegna þess að þeir horfa á klám eða þeir sæki í klám einmitt útaf því er erfitt að segja til um. Fylgni segir ekki til um orsakasamhengi. Þá hefur heldur ekki tekist að sanna að klámáhorf breyti heilanum því þeir sem segjast glíma við klámfíkn glíma oft einnig við önnur fíknivandamál og því er erfitt að segja þar hvað veldur hverju. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist
Klám er vinsælt rannsóknarefni, meira að sega á Íslandi. Nýleg rannsókn kannaði hvort klámáhorf gæti valdið ristruflunum. Meðalaldur karlmanna var um 23 ára og voru þeir gagnkynhneigðir. Rannsakendur könnuðu hversu mörgum tímum á viku þeir eyddi í að horfa á klám og hvort eða hvernig það hefði áhrif á risgetu þeirra, bæði í einrúmi og með maka, og kynlöngun. Niðurstöður sýndu ekki að klám hefði áhrif á getuna til að ná typpinu í fullt ris. Það var ekki tenging á milli fjölda klukkustunda sem var eytt í að horfa á klám og getunnar til að ná typpinu upp. Þá var kannað hvort að þeir sem horfðu á meira klám upplifðu minni kynlöngun en það hefur oft verið talað um viðvana þegar kemur að klámáhorfi og að því meira sem þú horfir á klám því meira þarftu að því. NIðurstöður þessarar rannsóknar voru ekki á þann veg. Það var einmitt öfugt, þeir sem horfðu meira á klám voru með aukna kynlöngun. Það gilti bæði í tengslum við sjálfsfróun og kynlíf með annarri manneskju. Hvort það sé vegna þess að þeir horfa á klám eða þeir sæki í klám einmitt útaf því er erfitt að segja til um. Fylgni segir ekki til um orsakasamhengi. Þá hefur heldur ekki tekist að sanna að klámáhorf breyti heilanum því þeir sem segjast glíma við klámfíkn glíma oft einnig við önnur fíknivandamál og því er erfitt að segja þar hvað veldur hverju.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist