„Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 20:48 Karl Garðarsson spyr hvers vegna hagnaður bankanna skili sér ekki í lagi vöxtum til almennings. Vísir/Valli/Pjetur Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56
Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58
Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29
Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00