Viðskipti innlent

Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra

Bjarki Ármannsson skrifar
Hagnaður Arion banka á árinu 2014 nam 28,7 milljörðum króna eftir skatta.
Hagnaður Arion banka á árinu 2014 nam 28,7 milljörðum króna eftir skatta. Vísir/Pjetur
Hagnaður Arion banka á árinu 2014 nam 28,7 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 12,7 milljarða króna á árinu 2013. Arðsemi eigin fjár var 18,6 prósent, samanborið við 9,2 prósent árið 2013. Þá námu heildareignir 933,7 milljörðum króna samanborið við 938,9 milljarða króna í árslok 2013.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Eiginfjárhlutfall bankans í árslok 2014 var 26,3 prósent en var 23,6 prósent í árslok 2013 og hlutfall eiginfjárþáttar A nam 21,8 prósent samanborið við 19,2 prósent í lok árs 2013.

„Afkoma Arion banka var góð á árinu 2014. Regluleg starfsemi bankans gekk vel og afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri í tilkynningunni. „Óreglulegir liðir höfðu einnig jákvæð áhrif á afkomuna og þá fyrst og fremst sala á hlut í HB Granda og vel heppnuð skráning félagsins á aðalmarkað kauphallar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×