Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2015 08:58 Vísir/Vilhelm Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014. Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014.
Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira