Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2015 08:58 Vísir/Vilhelm Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira