Afstaða tekin til verkfallsaðgerða um mánaðamótin Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2015 12:15 Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki setja þjóðfélagið á annan endann þótt þeir lægst launuðu fái ríflega krónutöluhækkun á laun. vísir/anton brink Formaður starfsgreinasambandsins segir það skýrast um mánaðarmótin hvort grundvöllur er til viðræðna við Samtök atvinnulífsins eða boðað verði til atkvæðagreiðslu í aðildarfélögum sambandsins um aðgerðir. Starfsgreinasambandið sé með ábyrgar kröfur sem ekki muni setja þjóðfélagið á annan endan. Samtök atvinnulífsins draga upp dökka mynd af afleiðingum þess ef allir á almennum launamarkaði fengju sömu launahækkanir og samið var um árið 2011, hvað þá ef allir fengju á næstu þremur árum 30 prósenta launahækkun eins og læknar fengu í sínum samningum. Í greinargerð sem Samtök atvinnulífsins birtu á vef sínum í gær segir að ef almenn laun hækki um 30 prósent á næstu þremur árum muni verðbólga fara upp í allt að 19 prósent með tilheyrandi hækkunum verðtryggðra lána, vextir muni hækka og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 500 milljarða króna. Starfsgreinasambandið eru einu verkalýðssamtökin sem hafa formlega lagt fram sínar kröfur í komandi kjarasamningum en þar er gert ráð fyrir krónutöluhækkunum upp á tugi þúsunda þannig að lágmarkslaun verði í kring um 300 þúsund krónur á mánuði.Eruð þið að fara fram með óábyrgar kröfur? „Nei, við erum ekki að fara fram með óábyrgar kröfur. Vegna þess að við teljum að þeir sem minnst hafa þurfi að fá ríflegar launahækkanir og við teljum að það drepi ekki niður íslenskt þjóðfélag þótt að það sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Krafa sambandsins um krónutöluhækkun launa sé leið sem tryggi að þeir sem lægst hafi launin fái mestu kjarabæturnar og hlutfallslega meira en þeir hæstlaunuðu. Samtök atvinnulífsins tali hins vegar alltaf um prósentur. „Ef menn tala í prósentum eins og þeir er 200 þúsund króna maðurinn að fá í 30 prósenta launahækkun 60 þúsund krónur, ámeðan kannski milljón króna maðurinn er að fá 300 þúsund. Þannig að ef allir fengju ákveðna krónutölu, held ég að það sé eitthvað sem myndi jafna þennan reikning sem þeir eru alltaf að sýna,“ segir Björn. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fer fram hjá Ríkissáttasemjara á föstudag, en samtökin hafa sagt kröfur Starfsgreinasambandsins algerlega óaðgengilegar. „En í framhaldinu, ef ekkert gengur, þurfum við náttúrlega að beita einhverju til að ná því sem við viljum ná,“ segir Björn. En framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur sagt að til verkfallsaðgerða gæti komið öðru hvoru meginn við páska að undangenginni atkvæðagreiðslu.Þannig að það gæti jafnvel orðið atkvæðagreiðsla um aðgerðir fyrir páska ef menn eru ekkert að nálgast? „Já alveg örugglega. Ég hef trú á því að fljótlega upp úr mánaðmótum hljóti staðan að skýrast, hvort það sé einhver vilji til samninga eða ekki. Samningar eru lausir núna um mánaðamótin þannig að það hlýtur að koma mjög fljótt í ljós hvort það er einhver vilji.“Klukkan tifar í þessu máli? „Já hún gerir það,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir það skýrast um mánaðarmótin hvort grundvöllur er til viðræðna við Samtök atvinnulífsins eða boðað verði til atkvæðagreiðslu í aðildarfélögum sambandsins um aðgerðir. Starfsgreinasambandið sé með ábyrgar kröfur sem ekki muni setja þjóðfélagið á annan endan. Samtök atvinnulífsins draga upp dökka mynd af afleiðingum þess ef allir á almennum launamarkaði fengju sömu launahækkanir og samið var um árið 2011, hvað þá ef allir fengju á næstu þremur árum 30 prósenta launahækkun eins og læknar fengu í sínum samningum. Í greinargerð sem Samtök atvinnulífsins birtu á vef sínum í gær segir að ef almenn laun hækki um 30 prósent á næstu þremur árum muni verðbólga fara upp í allt að 19 prósent með tilheyrandi hækkunum verðtryggðra lána, vextir muni hækka og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 500 milljarða króna. Starfsgreinasambandið eru einu verkalýðssamtökin sem hafa formlega lagt fram sínar kröfur í komandi kjarasamningum en þar er gert ráð fyrir krónutöluhækkunum upp á tugi þúsunda þannig að lágmarkslaun verði í kring um 300 þúsund krónur á mánuði.Eruð þið að fara fram með óábyrgar kröfur? „Nei, við erum ekki að fara fram með óábyrgar kröfur. Vegna þess að við teljum að þeir sem minnst hafa þurfi að fá ríflegar launahækkanir og við teljum að það drepi ekki niður íslenskt þjóðfélag þótt að það sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Krafa sambandsins um krónutöluhækkun launa sé leið sem tryggi að þeir sem lægst hafi launin fái mestu kjarabæturnar og hlutfallslega meira en þeir hæstlaunuðu. Samtök atvinnulífsins tali hins vegar alltaf um prósentur. „Ef menn tala í prósentum eins og þeir er 200 þúsund króna maðurinn að fá í 30 prósenta launahækkun 60 þúsund krónur, ámeðan kannski milljón króna maðurinn er að fá 300 þúsund. Þannig að ef allir fengju ákveðna krónutölu, held ég að það sé eitthvað sem myndi jafna þennan reikning sem þeir eru alltaf að sýna,“ segir Björn. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fer fram hjá Ríkissáttasemjara á föstudag, en samtökin hafa sagt kröfur Starfsgreinasambandsins algerlega óaðgengilegar. „En í framhaldinu, ef ekkert gengur, þurfum við náttúrlega að beita einhverju til að ná því sem við viljum ná,“ segir Björn. En framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur sagt að til verkfallsaðgerða gæti komið öðru hvoru meginn við páska að undangenginni atkvæðagreiðslu.Þannig að það gæti jafnvel orðið atkvæðagreiðsla um aðgerðir fyrir páska ef menn eru ekkert að nálgast? „Já alveg örugglega. Ég hef trú á því að fljótlega upp úr mánaðmótum hljóti staðan að skýrast, hvort það sé einhver vilji til samninga eða ekki. Samningar eru lausir núna um mánaðamótin þannig að það hlýtur að koma mjög fljótt í ljós hvort það er einhver vilji.“Klukkan tifar í þessu máli? „Já hún gerir það,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira