Afstaða tekin til verkfallsaðgerða um mánaðamótin Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2015 12:15 Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki setja þjóðfélagið á annan endann þótt þeir lægst launuðu fái ríflega krónutöluhækkun á laun. vísir/anton brink Formaður starfsgreinasambandsins segir það skýrast um mánaðarmótin hvort grundvöllur er til viðræðna við Samtök atvinnulífsins eða boðað verði til atkvæðagreiðslu í aðildarfélögum sambandsins um aðgerðir. Starfsgreinasambandið sé með ábyrgar kröfur sem ekki muni setja þjóðfélagið á annan endan. Samtök atvinnulífsins draga upp dökka mynd af afleiðingum þess ef allir á almennum launamarkaði fengju sömu launahækkanir og samið var um árið 2011, hvað þá ef allir fengju á næstu þremur árum 30 prósenta launahækkun eins og læknar fengu í sínum samningum. Í greinargerð sem Samtök atvinnulífsins birtu á vef sínum í gær segir að ef almenn laun hækki um 30 prósent á næstu þremur árum muni verðbólga fara upp í allt að 19 prósent með tilheyrandi hækkunum verðtryggðra lána, vextir muni hækka og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 500 milljarða króna. Starfsgreinasambandið eru einu verkalýðssamtökin sem hafa formlega lagt fram sínar kröfur í komandi kjarasamningum en þar er gert ráð fyrir krónutöluhækkunum upp á tugi þúsunda þannig að lágmarkslaun verði í kring um 300 þúsund krónur á mánuði.Eruð þið að fara fram með óábyrgar kröfur? „Nei, við erum ekki að fara fram með óábyrgar kröfur. Vegna þess að við teljum að þeir sem minnst hafa þurfi að fá ríflegar launahækkanir og við teljum að það drepi ekki niður íslenskt þjóðfélag þótt að það sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Krafa sambandsins um krónutöluhækkun launa sé leið sem tryggi að þeir sem lægst hafi launin fái mestu kjarabæturnar og hlutfallslega meira en þeir hæstlaunuðu. Samtök atvinnulífsins tali hins vegar alltaf um prósentur. „Ef menn tala í prósentum eins og þeir er 200 þúsund króna maðurinn að fá í 30 prósenta launahækkun 60 þúsund krónur, ámeðan kannski milljón króna maðurinn er að fá 300 þúsund. Þannig að ef allir fengju ákveðna krónutölu, held ég að það sé eitthvað sem myndi jafna þennan reikning sem þeir eru alltaf að sýna,“ segir Björn. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fer fram hjá Ríkissáttasemjara á föstudag, en samtökin hafa sagt kröfur Starfsgreinasambandsins algerlega óaðgengilegar. „En í framhaldinu, ef ekkert gengur, þurfum við náttúrlega að beita einhverju til að ná því sem við viljum ná,“ segir Björn. En framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur sagt að til verkfallsaðgerða gæti komið öðru hvoru meginn við páska að undangenginni atkvæðagreiðslu.Þannig að það gæti jafnvel orðið atkvæðagreiðsla um aðgerðir fyrir páska ef menn eru ekkert að nálgast? „Já alveg örugglega. Ég hef trú á því að fljótlega upp úr mánaðmótum hljóti staðan að skýrast, hvort það sé einhver vilji til samninga eða ekki. Samningar eru lausir núna um mánaðamótin þannig að það hlýtur að koma mjög fljótt í ljós hvort það er einhver vilji.“Klukkan tifar í þessu máli? „Já hún gerir það,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir það skýrast um mánaðarmótin hvort grundvöllur er til viðræðna við Samtök atvinnulífsins eða boðað verði til atkvæðagreiðslu í aðildarfélögum sambandsins um aðgerðir. Starfsgreinasambandið sé með ábyrgar kröfur sem ekki muni setja þjóðfélagið á annan endan. Samtök atvinnulífsins draga upp dökka mynd af afleiðingum þess ef allir á almennum launamarkaði fengju sömu launahækkanir og samið var um árið 2011, hvað þá ef allir fengju á næstu þremur árum 30 prósenta launahækkun eins og læknar fengu í sínum samningum. Í greinargerð sem Samtök atvinnulífsins birtu á vef sínum í gær segir að ef almenn laun hækki um 30 prósent á næstu þremur árum muni verðbólga fara upp í allt að 19 prósent með tilheyrandi hækkunum verðtryggðra lána, vextir muni hækka og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 500 milljarða króna. Starfsgreinasambandið eru einu verkalýðssamtökin sem hafa formlega lagt fram sínar kröfur í komandi kjarasamningum en þar er gert ráð fyrir krónutöluhækkunum upp á tugi þúsunda þannig að lágmarkslaun verði í kring um 300 þúsund krónur á mánuði.Eruð þið að fara fram með óábyrgar kröfur? „Nei, við erum ekki að fara fram með óábyrgar kröfur. Vegna þess að við teljum að þeir sem minnst hafa þurfi að fá ríflegar launahækkanir og við teljum að það drepi ekki niður íslenskt þjóðfélag þótt að það sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Krafa sambandsins um krónutöluhækkun launa sé leið sem tryggi að þeir sem lægst hafi launin fái mestu kjarabæturnar og hlutfallslega meira en þeir hæstlaunuðu. Samtök atvinnulífsins tali hins vegar alltaf um prósentur. „Ef menn tala í prósentum eins og þeir er 200 þúsund króna maðurinn að fá í 30 prósenta launahækkun 60 þúsund krónur, ámeðan kannski milljón króna maðurinn er að fá 300 þúsund. Þannig að ef allir fengju ákveðna krónutölu, held ég að það sé eitthvað sem myndi jafna þennan reikning sem þeir eru alltaf að sýna,“ segir Björn. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fer fram hjá Ríkissáttasemjara á föstudag, en samtökin hafa sagt kröfur Starfsgreinasambandsins algerlega óaðgengilegar. „En í framhaldinu, ef ekkert gengur, þurfum við náttúrlega að beita einhverju til að ná því sem við viljum ná,“ segir Björn. En framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur sagt að til verkfallsaðgerða gæti komið öðru hvoru meginn við páska að undangenginni atkvæðagreiðslu.Þannig að það gæti jafnvel orðið atkvæðagreiðsla um aðgerðir fyrir páska ef menn eru ekkert að nálgast? „Já alveg örugglega. Ég hef trú á því að fljótlega upp úr mánaðmótum hljóti staðan að skýrast, hvort það sé einhver vilji til samninga eða ekki. Samningar eru lausir núna um mánaðamótin þannig að það hlýtur að koma mjög fljótt í ljós hvort það er einhver vilji.“Klukkan tifar í þessu máli? „Já hún gerir það,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira