Flóabandalagið treystir ekki stjórnvöldum til lengri tíma en eins árs Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2015 20:16 Flóabandalagið krefst þess að laun hækki að lágmarki um 35 þúsund krónur í kjarasamningi til eins árs, auk þess sem þau verði leiðrétt miðað við hækkanir hjá öðrum umfram forsendur síðustu kjarasamninga. Formaður Eflingar segir bandalagið ekki treysta stjórnvöldum og því sé ekki óhætt að semja til lengri tíma. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu í húsakynni eflingar í dag til að taka á móti kröfum þriggja aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, eða Flóabandalagsins svo kallaða, en áður höfðu atvinnurekendur tekið á móti kröfum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við litlar undirtektir. Kröfur félaganna sextán byggja á samningi til þriggja ára og því vekja körfur Flóabandalagsins um skammtímasamning athygli. „Það er mjög einföld skýring á því. Við treystum ekki stjórnvöldum til næstu þriggja ára. Við teljum að síðast liðið ár hafi sýnt okkur það að það er sá óstöðugleiki á vinnumarkaði að við teljum okkar hlutum betur borgið með því að gera eingöngu kjarasamning til eins árs,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins. Flóabandalagið krefst þess að tveir neðstu launaflokkar samninga verði strikaðir út, laun hækki aldrei minna en um 35 þúsund krónur, en hækkanir í einstökum flokkum að teknu tilliti til þess og fleira gætu orðið á bilinu 35 til 47 þúsund krónur og lágmarkslaun sem nú eru 201 þúsund á mánuði verði 240 þúsund krónur. Þá verði leiðrétt sérstaklega fyrir mismuninum á hækkun sem aðrir hafi fengið undanfarið ár umfram félagsfólk Flóabandalagsins. Sigurður segir að það ætti að vera svigrúm til þessara hækkana miðað við það sem samið hafi verið um við aðra á undanförnum vikum og mánuðum. „Við teljum einfaldlega að við eigum sama réttlæti og aðrir þjóðfélagsþegnar í þessu samfélagi. Ef það er rými til verulegra umframhækkana gagnvart öðrum hópum, þá er sannarlega til rými fyrir þá sem eru á lægstu laununum,“ segir Sigurður. Hvort þetta rýmist innan þess svigrúm sem Seðlabankinn hafi talað um fari eftir því hvernig bankinn reikni. „Læknar og kennarar eru um 11 þúsund sem hópur. Innan Flóans erum við 17-18 þúsund. Ætli kostnaðarlega sé ekki meiri kostnaður af samningum lækna og kennara? Þeir samningar eru ekkert reiknaðir út,“ segir Sigurður Bessason. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Flóabandalagið krefst þess að laun hækki að lágmarki um 35 þúsund krónur í kjarasamningi til eins árs, auk þess sem þau verði leiðrétt miðað við hækkanir hjá öðrum umfram forsendur síðustu kjarasamninga. Formaður Eflingar segir bandalagið ekki treysta stjórnvöldum og því sé ekki óhætt að semja til lengri tíma. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu í húsakynni eflingar í dag til að taka á móti kröfum þriggja aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, eða Flóabandalagsins svo kallaða, en áður höfðu atvinnurekendur tekið á móti kröfum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við litlar undirtektir. Kröfur félaganna sextán byggja á samningi til þriggja ára og því vekja körfur Flóabandalagsins um skammtímasamning athygli. „Það er mjög einföld skýring á því. Við treystum ekki stjórnvöldum til næstu þriggja ára. Við teljum að síðast liðið ár hafi sýnt okkur það að það er sá óstöðugleiki á vinnumarkaði að við teljum okkar hlutum betur borgið með því að gera eingöngu kjarasamning til eins árs,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins. Flóabandalagið krefst þess að tveir neðstu launaflokkar samninga verði strikaðir út, laun hækki aldrei minna en um 35 þúsund krónur, en hækkanir í einstökum flokkum að teknu tilliti til þess og fleira gætu orðið á bilinu 35 til 47 þúsund krónur og lágmarkslaun sem nú eru 201 þúsund á mánuði verði 240 þúsund krónur. Þá verði leiðrétt sérstaklega fyrir mismuninum á hækkun sem aðrir hafi fengið undanfarið ár umfram félagsfólk Flóabandalagsins. Sigurður segir að það ætti að vera svigrúm til þessara hækkana miðað við það sem samið hafi verið um við aðra á undanförnum vikum og mánuðum. „Við teljum einfaldlega að við eigum sama réttlæti og aðrir þjóðfélagsþegnar í þessu samfélagi. Ef það er rými til verulegra umframhækkana gagnvart öðrum hópum, þá er sannarlega til rými fyrir þá sem eru á lægstu laununum,“ segir Sigurður. Hvort þetta rýmist innan þess svigrúm sem Seðlabankinn hafi talað um fari eftir því hvernig bankinn reikni. „Læknar og kennarar eru um 11 þúsund sem hópur. Innan Flóans erum við 17-18 þúsund. Ætli kostnaðarlega sé ekki meiri kostnaður af samningum lækna og kennara? Þeir samningar eru ekkert reiknaðir út,“ segir Sigurður Bessason.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira