Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf á milli starfsmanna. Vísir Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun