Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf á milli starfsmanna. Vísir Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06