Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf á milli starfsmanna. Vísir Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06